Heimasíða Trausta Vals með gögnum um hönnun og skipulag

Trausti Valsson hefur nú sett bækur sínar, valdar greinar, hönnunardæmi o.fl. á síðu sína https://notendur.hi.is/tv/ ókeypis fyrir alla að nota að vild.

Trausti  lærði arkitektúr og skipulag við TU Berlín og starfaði lengi við skipulagið í Reykjavík m.a . við fyrsta aðalskipulag austursvæðanna og grænu byltinguna. Frá þessu segir hann í starfsævisögu sinni „Mótun framtíðar“. Hún er á síðunni undir BOOKS. Hann skrifaði líka „Reykjavík Vaxtarbroddur – Þróun höfuðborgar“. Sagan og náttúran er líka meginefnið í „Skipulag byggðar á Íslandi“.

Árið 1987 lauk hann dr. prófi frá Landslags- og umhverfisskipulagsdeild UC Berkeley. Ritgerðin heitir „Theory of Integration“. Hann gaf út bók um meginniðurstöðurnar: „Borg og náttúra… ekki andstæður heldur samverkandi eining“, einnig á ensku. Allar bækurnar eru á síðunni.

Trausti var dósent og síðan prófessor við verkfræðideild HÍ í tæp 30 ár. Þar vann hann mikið með stúdenum að hugmyndum um framtíðarskipulag Íslands, sbr. bækurnar „Framtíðarsýn“ og „Land sem auðlind“. Í samstarfi við Vegagerðina gaf hann út „Vegakerfið og ferðamálin“.

Síðasta þemað sem  Trausti  vann að við HÍ var áhrif hlýnunar og skrifaði margar greinar (sjá undir ARTICLES) og bókina „How the World will Change – with Global Warming“

Trausti Valsson, Prófessor emeritus í skipulagsfræðum.

 

WEB PAGE OF  VALSSON  WITH  FREE MATERIAL ON DESIGN AND PLANNING  https://notendur.hi.is/tv/

Trausti Valsson has now put his books, selected articles, design examples, etc. on his web page: https://notendur.hi.is/tv/ free for anyone to use.

Valsson studied architecture and planning at TU Berlin and worked for a long time in the planning office of Reykjavik, among others on the first master plan for the eastern regions and the green revolution. About this, he tells in his professional biography „Shaping the Future“. It is located under BOOKS. He also wrote the planning history of Reykjavik. It is included in his book „Planning in Iceland“.

In 1987 he completed his PhD degree from the UC Berkeley Landscape and Environmental Planning Department. The essay is called „Theory of Integration“. He published a book on its main content: „City and Nature … an Integrated Whole“. All the books are on the web page.

Valsson was an associate professor and then professor at the UI Faculty of Engineering for almost 30 years. There he worked extensively with the students, on ideas for Iceland’s future, and published e.g. the books „Future Vision for Iceland“ and „Land as Resource“. In collaboration with the Road Administration, he published „Roads and Tourism“.

The last theme that Valsson worked on at at UI was the impacts of global warming, and wrote many papers (see under ARTICLES) and the book „How the World will Change – with Global Warming“.

If the link https://notendur.hi.is/tv/ is broken, one can google TV´s name and the link will appear at the top.

Excerpts from comments on two of Valsson´s books:

About „Shaping the Future“ by Joe McBride PhD, Professor at the LAEP Department, University of California, Berkeley: … “Shaping the Future should be required reading in introductory courses in architecture, landscape architecture, and urban planning for its insights into the field of planning in the 20th century and its ability to inspire students to be courageous, creative thinkers.“

About „Planning in Iceland“:  In his preface professor Sir Peter Hall of UCL London, says: „Valsson has achieved an extra ordinary feat of scholarship.“ … „Valsson´s book sets a new standard in historical scholarship and provides a model for other scholars in other countries to follow.“

Travel behaviour and planning of the Reykjavik capital region

Vakin er athygli á málþingi um samgöngur og skipulag á Höfuðborgarsvæðinu sem haldið verður í Norræna húsinu þann 3. Júní 2019 frá kl. 13-17:30.

Aðstandendur málþingsins er hópur á vegum skipulagsdeildar norsks háskóla (Department of urban and regional planning (BYREG), Norwegian University of Life Sciences (NMBU) ásamt samstarfsaðilum þeirra við Háskóla Íslands.

Á málþinginu verða kynntar niðurstöður úr Resactra-is rannsóknarverkefninu sem fjallar um ferðavenjur og byggt umhverfi Höfuðborgarsvæðisins. Einnig verða kynntar niðurstöður úr verkefninu SuReCa (Leit að sjálfbærri höfuðborg Reykjavíkur: lífsstíll, viðhorf, ferðavenjur, vellíðan og áhrif ungra fullorðinna á loftslagsbreytingar). Byggt á núverandi markmiðum um skipulag höfuðborgarsvæðisins, mun málþingið fjalla um markmið, áskoranir og tækifæri sem geta leitt til sjálfbærs skipulags og samgangna.

Allar upplýsingar um málþingið, skráningu og dagskrá má finna hér.

Sama dag mun Dr. Petter Næss Prófessor við NMBU flytja fyrirlestur í Háskóla Íslands kl. 10.30-12, sjá nánar hér https://www.hi.is/vidburdir/gestafyrirlestur_petter_naess

Aðgangur að málþinginu er ókeypis en sætaframboð er takmarkað og er fólk vinsamlegast beðið um að skrá þátttöku hér. 

Félagar í Skipulagsfræðingafélagi Íslands og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta. 

Skipulagsverðlaunin 2018

Þann 21. mars var aðalfundur Skipulagsfræðingafélags Íslands haldinn og við það tækifæri voru Skipulagsverðlaunin 2018 veitt. Þema verðlaunanna að þessu sinni var skipulag fyrir fólk, og var einkum horft til faglegrar skipulagsgerðar þar sem velferð fólks var höfð í öndvegi. Auglýst var eftir tilnefningum í tveimur flokkum. Annars vegar skipulag, þ.e. skipulagstillaga eða staðfest skipulag á öllum skipulagsstigum og hins vegar sérstök verkefni í tengslum við skipulag, svo sem frumkvöðlastarf, miðlun upplýsinga um skipulagsmál eða lokaverkefni til háskólaprófs á sviði skipulagsmála. Að þessu sinni voru 8 skipulagsverkefni tilnefnd til verðlaunanna og fjögur sérstök verkefni í tengslum við skipulag. Það er sýnilega margt spennandi að gerast í skipulagsmálum á Íslandi í dag og ástæða til að horfa björtum augum til framtíðar.

Verðlaun í flokki skipulags, þ.e. fyrir samþykkt skipulag eða tillögu að skipulagi á öllum skipulagsstigum, hlaut Rammaskipulag Skerjafjarðar, unnið af ASK arkitektum, EFLU og Landslagi fyrir Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar.

Í áliti dómnefndar segir m.a.:

Rammaskipulag Skerjafjarðar markar að nokkru leyti tímamót í gerð rammaskipulags hér á landi og eru skipulagshöfundar framsæknir í viðleitni sinni til að leggja áherslu á góða umgjörð fyrir fjölbreytilega flóru íbúa og lifandi samfélag. Rammaskipulagið er langtíma stefnumarkandi skipulagsáætlun um uppbyggingu fjölbreytilegrar og vistvænnar borgarbyggðar á þessum mikilvæga lykilstað á höfuðborgarsvæðinu. Höfundar Rammaskipulagsins nýta sér staðsetningu og sérstöðu svæðisins til hagsbóta fyrir íbúa þess í nútíð og framtíð og íbúar alls höfuðborgarsvæðisins munu fá tækifæri til að njóta þeirra gæða sem svæðið býður upp á.

Þráinn Hauksson hjá Landslagi, Bryndís Friðriksdóttir hjá EFLU, Páll Gunnlaugsson, Gunnar Örn Sigurðsson og Þorsteinn Helgason hjá ASK arkitektum veittu verðlaununum viðtöku.

Verðlaun í flokknum sérstök verkefni í tengslum við skipulag hlaut Dr. Sigríður Kristjánsdóttir fyrir ritstjórn bókarinnar Nordic Experiences of Sustainable Planning: Policy and Practice, sem út kom hjá bókaforlaginu Routledge árið 2018.

Í áliti dómnefndar segir m.a.:

Í bókinni má finna yfirgripsmikið samansafn ritrýndra fræðigreina eftir12 fræðimenn sem fjalla um sjálfbærni og skipulagsmál á Norðurlöndunum frá ólíkum sjónarhornum. Í bókinni eru 18 kaflar frá öllum Norðurlöndunum sem fjalla um skipulagsmál frá ólíkum sjónarhornum og draga fram hve þverfagleg skipulagsfræði er. Bókin er mikilvæg heimild um skipulagsmál á Norðurlöndunum og vaxandi áherslu á sjálfbærni í skipulagi. Í bókinni er leitað svara við áleitnum spurningum og getur hún nýst fagfólki, fræðimönnum og námsmönnum á sviði skipulagsfræði, umhverfismála, arkitektúrs og borgarhönnunar.

Dr. Sigríður Kristjánsdóttir, dósent og námsbrautarstjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands veitti verðlaununum viðtöku.

 

Dómnefnd Skipulagsverðlaunanna 2018 skipuðu eftirfarandi fulltrúar:

Edda Ívarsdóttir fyrir Grænni byggð,
Guðbjörg Guðmundsdóttir fyrir Félag íslenskra landslagsarkitekta,
Jóhann Einarsson fyrir Arkitektafélag Íslands
Kristín Una Sigurðardóttir fyrir Skipulagsfræðingafélag Íslands, formaður dómnefndar
Þorsteinn Þorsteinsson fyrir Verkfræðingafélag Íslands.

Stjórn Skipulagsfræðingafélags Íslands óskar verðlaunahöfum til hamingju með vel unnin og vönduð verk. Þá vill stjórnin þakka þeim sem tilnefndu verkefni, dómnefndarfulltrúum fyrir þeirra störf og fagfélögunum sem tilnefndu fulltrúa fyrir samstarfið. Verðlaunin eru veitt með styrk frá Skipulagsstofnun og þakkar stjórnin fyrir það framlag.

Dómnefndarálit í heild má finna hér: 

Umsögn dómnefndar- Skipulagsverðlaunin 2018_