Fræðasetur HÍ á Suðurlandi og Háskólafélag Suðurlands heldur ráðstefnu um landnýtingarmál 28.janúar n.k. á hótel Selfoss
Markmið ráðstefnunni er að ræða landnotkunarmál á breiðum faglegum grunni en landnotkun er margslunginn málaflokkur þar sem einstök málefni eru oftar rædd í einangrun. Fyrirlestrar skiptast í tvo flokka. Sá fyrri varðar ramma landnýtingar, bæði manngerðan líkt og lögfræði og skipulagsmál en einnig dreifingu grunnauðlinda, vatns og jarðvegs. Seinni hlutinn er þematengdur en þar verður gerð grein fyrir viðamestu flokkum landnotkunar, svo sem orkuvinnslu, ræktun og búsetu.
Dagskrá:
Afhending ráðstefnugagna
Ávarp – Tómas Grétar Gunnarsson, Landnotkunarsetri Háskóla Íslands
Setning – Svandís Svavarsdóttir, Umhverfisráðherra
Rammi landnotkunar
Lögfræði landnotkunar – Aðalheiður Jóhannsdóttir, Háskóla Íslands
Skipulagsmál – Stefán Thors, Skipulagsstofnun
Evrópusambandið og landnotkun – Ingimar Sigurðsson, Umhverfisráðuneyti
KAFFIHLÉ
Náttúruvernd – Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Háskóla Íslands
Þjónusta vistkerfa – Hlynur Óskarsson, Landbúnaðarháskóla Íslands
Dreifing vatnsauðlindarinnar, vatnatilskipunin – Árni Snorrason, Veðurstofu Íslands
Jarðvegur á Íslandi – Ólafur Arnalds, Landbúnaðarháskóla Íslands
HÁDEGISVERÐUR
Þematengt efni
Orkuvinnsla – Sveinbjörn Björnsson, fyrrv. rektor Háskóla Íslands
Landbúnaður – Áslaug Helgdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands
Landgræðsla – Sveinn Runólfsson, Landgræðslu ríkisins
Skógrækt – Þröstur Eysteinsson, Skógrækt ríkisins
KAFFIHLÉ
Mismunandi búsetumynstur – Salvör Jónsdóttir, Háskólanum í Reykjavík
Frístundabyggðir – Kristín Salóme Jónsdóttir, Umhverfisstofnun
Ferðaþjónusta – Ólöf Ýrr Atladóttir, Ferðamálastofu
Samantekt ráðstefnu – Atli Harðarson, heimspekingur
Nánari upplýsingar má finna hér og skráning á ráðstefnuna er hérna