Norræn ráðstefna um notkun landupplýsingatækni við vöktun, hættumat vegna náttúruvár og umhverfisskipulag og umhverfisstjórnun, verður haldin á Selfossi 14.-15. júní á vegum GI Norden og LÍSU samtakanna. Flutt verða yfir 40 erindi sjá nánar hér.
Endanleg dagská með nánari upplýsingum um fyrirlesara, höfunda og lýsingum á erindum verður birt fljótlega.
Athygli er vakin á erindum á ráðstefnunni sem eru um atburðarásina á Eyjafjallajökulsvæðinu þessa daganna. Í lok ráðstefnunnar verður boðið uppá einstaka vettvangsferð og umfjöllun um umbrotin undir leiðsögn sérfræðinga.
Frekari upplýsingar má finna hér.