Sesseljuhús umhverfissetur, Landbúnaðarháskóli Íslands og Skipulagsfræðingafélag Íslands bjóða til sýningar í Sesseljuhúsi, Sólheimum, laugardaginn 5.júní kl. 14:00.
Sýningin byggir á verkefnum nemenda LBHÍ er rannsökuðu hvernig nýta má skipulag til þess að stuðla að umhverfisvænna og sjálfbærara manngerðu umhverfi. Afrakstur af vinnu nemendanna gefur að líta á veggspjöldum er prýða sýningarsal Sesseljuhúss.