Aðalfundur SFFÍ var haldinn 29. mars síðastliðinn á veitingastaðnum Horninu í Reykjavík
Í stjórn voru kosin; Drífa Gústafsdóttir, Hrafnkell Proppé og Sverrir Örvar Sverrisson sem jafnframt var kosinn formaður. Óskar Örn Gunnarsson var kosinn varamaður.
Margt var rætt á fundinum og þar ber helst að nefna lagabreytingar og umræður um framtíðarstörf félagsins á næstkomandi ári.
Stjórn þakkar þeim sem mættu og tóku þátt í umræðum.
Formaður