Sjötta ráðstefna PLANNORD fer fram í Hörpu dagana 19. – 21. ágúst 2013. Yfirskrift ráðstefnunnar er að þessu sinni „Sjálfbærni og skipulag“ og er markmið hennar að skapa vettvang fyrir norrænt fræðafólk á sviði skipulagsmála til að skiptast á hugmyndum og læra af reynslu annara.
PLANNORD samstarfið var sett á laggirnar snemma á 21. öldinni þegar hópur fræðimanna á Norðurlöndum kom saman til að ræða um þær breytingar sem skipulagskerfi landanna voru að ganga í gegnum. Þessi umræða leiddi til þess að haldin var ráðstefna í Noregi árið 2003 undir yfirskriftinni „Nýir möguleikar og hlutverk“.
Síðan þá hefur verið haldin samnorræn ráðstefna á tveggja ára fresti og var sú síðasta haldin árið 2011 í Álaborg í Danmörku. Það ár markaði einnig upphaf þátttöku Íslands í samstarfinu og var Ísland tilnefnt til þess að halda ráðstefnu árið 2013.
Undirbúningsnefnd PLANNORD ráðstefnunnar á Íslandi 2013 hefur opnað heimasíðu þar sem nálgast má frekari upplýsingar um ráðstefnunna.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Undirbúningsnefnd
Sigríður Kristjánsdóttir PhD. Lektor og námsbrautarstjóri MS náms í skipulagsfræði LbhÍ
Sverrir Örvar Sverrisson Formaður Skipulagsfræðingarfélags Íslands