Góðir félagsmenn
Stjórn Skipulagsfræðingafélags Íslands boðar til aðalfundar félagsins mánudaginn 31. mars nk. kl. 14:00-17:00.
Fundurinn verður haldinn í sal Verkfræðingafélagsins að Engjateig 9.
Dagskrá:
1. Ársskýrsla stjórnar
2. Uppgjör reikninga
3. Tillögur að lagabreytingum
4. Kosning í stjórn og nefndir
5. Kosning skoðunarmanna reikninga
6. Upphæð árgjalda ákveðin
7. Önnur mál (ný heimasíða….)
Vakin er sérstök athygli á því að breytingar verða á stjórn. Sverrir Örvar Sverrisson mun láta af embætti formanns og hætta í stjórn.
Framboð í stjórn félagsins þurfa að berast fyrir aðalfund (skipulagsfraedi[hjá]gmail.com). Stjórn vill sérstaklega hvetja konur til að sækjast eftir embætti þar sem ákveðin karllæg skekkja hefur verið í stjórnarliðinu síðustu ár.
Að ársfundi loknum verða haldin tvö erindi um:
– Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins
– Landsskipulag
Stjórnin