Skipulagsfræðingafélag Íslands býður skipulagsfræðingum og áhugasömum um skipulag að hittast eftir vinnu miðvikudaginn 29. október kl. 17 og eiga spjall saman um skipulagsmál.
Umræðustjóri verður Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri mun halda stutta tölu um breytingar á skipulagi frá landnotkun yfir í strategíu út frá Svæðisskipulaginu og Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar og Dr. Sigríður Kristjánsdóttir munu einnig segja nokkur orð í framhaldinu og síðan verður opnað fyrir umræður.
Hittingurinn verður haldinn á neðri hæðinni á Stofan kaffihús sem er til húsa á Vesturgötu 3 (þar sem Fríða frænka var). Happy hour frá 17-20 og einnig geta gestir keypt sér kaffi og bakkelsi.
Sjá nánar á Facebook: Framtíð Skipulags – Frá Landnotkun yfir í StrategíuHlökkum til að sjá sem flesta!