Skipulagsfræðingafélag Íslands, SFFÍ, bendir félagsmönnum og áhugafólki um skipulagsmál á Íslandi á fyrirlestur Trausta Valssonar:
Trausti Valsson arkitekt, skipulagsfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands heldur fyrirlestur í Þjóðarbókhlöðunni þann 4. nóvember n.k., kl. 16 – 17.30. Að loknum fyrirlestri fara fram umræður undir stjórn Hilmars Þórs Björnssonar.
Viðburðurinn á facebook:
Mótun framtíðar – Rætur módernismans í hinni vestrænu heimsmynd sem varð til í vísindum á 17. öld
Nýlega kom út bók Trausta og mynddiskur, Mótun framtíðar. Í tengslum við hana stendur nú yfir sýning í Þjóðarbókhlöðunni.