Ráðstefna um skipulagsmál á norðurlöndum 19-21 ágúst 2013

Sjötta ráðstefna PLANNORD fer fram í Hörpu dagana 19. – 21. ágúst 2013. Yfirskrift ráðstefnunnar er að þessu sinni „Sjálfbærni og skipulag“ og er markmið hennar að skapa vettvang fyrir norrænt fræðafólk á sviði skipulagsmála til að skiptast á hugmyndum og læra af reynslu annara.

PLANNORD samstarfið var sett á laggirnar snemma á 21. öldinni þegar hópur fræðimanna á Norðurlöndum kom saman til að ræða um þær breytingar sem skipulagskerfi landanna voru að ganga í gegnum.  Þessi umræða leiddi til þess að haldin var ráðstefna í Noregi árið 2003 undir yfirskriftinni  „Nýir möguleikar og hlutverk“.

Síðan þá hefur verið haldin samnorræn  ráðstefna á tveggja ára fresti og var sú síðasta haldin árið 2011 í Álaborg í Danmörku. Það ár markaði einnig upphaf þátttöku Íslands í samstarfinu og var Ísland tilnefnt til þess að halda ráðstefnu árið 2013.

Undirbúningsnefnd  PLANNORD ráðstefnunnar á Íslandi 2013 hefur opnað heimasíðu  þar sem nálgast má frekari upplýsingar um ráðstefnunna.

6th Nordic Planning Research Symposium (PLANNORD) Scandinavian experiences of urban planning for sustainability

 

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Undirbúningsnefnd

Sigríður Kristjánsdóttir PhD. Lektor og námsbrautarstjóri MS náms í skipulagsfræði LbhÍ

 

Sverrir Örvar Sverrisson Formaður Skipulagsfræðingarfélags Íslands

Skipulagsverðlaunin 2012

ASK arkitektar taka við skipulagsverðlaununum 2012

Skipulagsverðlaunin 2012 voru afhent á Alþjóðlega skipulagsdaginn 8. nóvember. Verðlaunin hlutu ASK arkitektar fyrir Vísindagarða Háskóla Íslands. Sérstaka viðurkenningu fengu 3 nemar úr HR fyrir verkefni sitt – Nýtt skipulag í Spönginni Grafarvogi, hagnýtt verkefni í bæjarkönnun.

Sjá fréttatilkynningu.

Umfjöllun á heimasíðu Arkitektafélagsins.

 

 

 

Verðlaunin voru afhent með viðhöfn í Iðnó og áður en að verðalaunaafhendingu kom hélt Egill Guðmundsson, arkitekt hjá Arkís erindi um vistvæn viðmið í skipulagsgerð.

Ester Anna Ármannsdóttir tekur við viðurkenningunni fyrir hönd síns hóps

Að því loknu hélt Björn Axelsson landslagsarkitekt hjá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar erindi um hverfaskipulag.

Skipulagsfræðingafélag Íslands óskar verðlaunahöfum hjartanlega til hamingju. Eins vill félagið þakka undirbúningsnefnd og framsögumönnum fyrir sinn þátt í að gera verðlaunin eins vegleg og raun bar vitni. Að lokum vill félagið þakka Skipulagsstofnun fyrir veittan stuðning.

Málþing um skipulag landnotkunar – samantekt

Miðvikudaginn 7. nóvember hélt Skipulagsfræðingfélag Íslands og Landbúnaðarháskóli Íslands opið málþing í Norræna húsinu um skipulag landnotkunar og landnýtingar á Íslandi. Á málþinginu voru þessi mál rædd með sérstöku tilliti til nýrrar Landsskipulagsstefnu.

Ágrip erinda má finna hér.

 

Þökkum við Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Vegagerðinni fyrir veittan stuðning til þess að gera málþingið að veruleika.
Lesa meira

Skipulagsverðlaunin 2012 afhent á Alþjóðlega skipulagsdeginum 8.nóvember

Skipulagsverðlaun SFFÍ verða afhent í Iðnó, fimmtudaginn 8. nóvember, sem er alþjóðlegur skipulagsdagur. Athöfnin hefst kl. 15:00 en þetta er í fjórða sinn sem verðlaunin eru veitt.

Markmið skipulagsverðlaunanna er að hvetja til umræðu um skipulagsmál og vekja athygli á því besta sem er að gerast á sviði skipulagsmála á Íslandi á hverjum tíma.  Verðlaunin eru veitt annað hvert ár. Í þetta sinn er athyglinni beint sérstaklega að vistvænum áherslum.  Það er Skipulagsfræðingafélag Íslands sem stendur fyrir verðlaununum, í samstarfi við Vistbyggðarráð.

Dagskrá
Lesa meira

Málþing um skipulag landnotkunar og landnýtingar á Íslandi

Skipulagsfræðingafélag Íslands og Skipulagsfræðideild Landbúnaðarháskóla Íslands halda opið málþing í Norræna húsinu miðvikudaginn 7.nóvember 2012 kl:13.00 – 17:00.

Dagskrá

Skráningargjald er 1000 kr. og millifærist á á reikning SFFI, Rn:513-26-9260, kt: 6708850629.

Skráningu lýkur á miðnætti 6.nóvember. Takmarkaður sætafjöldi.

Skráning

Skipulagsverðlaunin 2012

Skipulagsfræðingafélag Íslands og Vitbyggðarráð auglýsa í sameiningu eftir tilnefningum fyrir skipulagsverðlaunin 2012.

Markmið skipulagsverðlaunanna er að hvetja til umræðu um skipulagsmál og vekja athygli á því besta sem er að gerast á sviði skipulagsmála á Íslandi á hverjum tíma.  Verðlaunin eru veitt annað hvert ár. Í þetta sinn verður athyglinni beint sérstaklega að vistvænum áherslum við veitingu skipulagsverðlaunanna.

Nánari upplýsingar er að finna í hjálagðri auglýsingu  –  skipulagsverðlaun auglýsing2012