Travel behaviour and planning of the Reykjavik capital region

Vakin er athygli á málþingi um samgöngur og skipulag á Höfuðborgarsvæðinu sem haldið verður í Norræna húsinu þann 3. Júní 2019 frá kl. 13-17:30.

Aðstandendur málþingsins er hópur á vegum skipulagsdeildar norsks háskóla (Department of urban and regional planning (BYREG), Norwegian University of Life Sciences (NMBU) ásamt samstarfsaðilum þeirra við Háskóla Íslands.

Á málþinginu verða kynntar niðurstöður úr Resactra-is rannsóknarverkefninu sem fjallar um ferðavenjur og byggt umhverfi Höfuðborgarsvæðisins. Einnig verða kynntar niðurstöður úr verkefninu SuReCa (Leit að sjálfbærri höfuðborg Reykjavíkur: lífsstíll, viðhorf, ferðavenjur, vellíðan og áhrif ungra fullorðinna á loftslagsbreytingar). Byggt á núverandi markmiðum um skipulag höfuðborgarsvæðisins, mun málþingið fjalla um markmið, áskoranir og tækifæri sem geta leitt til sjálfbærs skipulags og samgangna.

Allar upplýsingar um málþingið, skráningu og dagskrá má finna hér.

Sama dag mun Dr. Petter Næss Prófessor við NMBU flytja fyrirlestur í Háskóla Íslands kl. 10.30-12, sjá nánar hér https://www.hi.is/vidburdir/gestafyrirlestur_petter_naess

Aðgangur að málþinginu er ókeypis en sætaframboð er takmarkað og er fólk vinsamlegast beðið um að skrá þátttöku hér. 

Félagar í Skipulagsfræðingafélagi Íslands og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta. 

Svæði undir byggð stækkaði um 1059% milli 2000-2006

Lítil frétt birtist á öldum ljósvakamiðlanna um daginn. Þar var fjallað stuttlega um niðurstöður Corine landflokkunarverkefnisins sem Landmælingar Íslands tóku þátt í og voru niðurstöður þess birtar í nóvember 2009. Í stuttu máli fjallar þetta samevrópska verkefni um flokkun lands samkvæmt ákveðnum staðli og markmiðið er að safna sambærilegum umhverfisupplýsingum fyrir öll Evrópuríkin. Margt áhugavert kemur fram í skýrslunni varðandi náttúrufar landsins en hér er rétt að vekja athygli á því er snýr að manngerða umhverfinu. Samkvæmt skýrslunni hafa manngerðu flokkarnir nær eingöngu stækkað og „varð mikil stækkun á þremur stærstu landgerðunum í þessum grunnflokki; gisinni byggð (10%), iðnaðar- og verslunarsvæðum (20%) og íþrótta- og útivistarsvæðum (15%). Langmest breyting varð þó á flokki 133 Byggingarsvæði, eða 22,7 km2 sem er aukning um 1059%. Ástæðan er einkum víðáttumikil byggingarsvæði á höfuðborgarsvæðinu en einnig miklar framkvæmdir tengdar virkjunum og stóriðju.“

Eru þetta nokkuð áhugaverðar niðurstöður fyrir skipulagsfræðinga og aðra þá er koma að skipulagi byggðar.

Skýrslu Landmælinga má nálgast hér.

Einnig má nálgast skýrslu sem gefin er út af evrópsku Umhverfistofnuninni árið 2006 sem nefnist Urban Sprawl in Europe: The Hidden Challenge hér.

Ritari