Skipulagsverðlaunin 2014, ósk um tilnefningar

Tekið er við tilnefningum til 3. nóvember

Ósk um tilnefningar

Skipulagsverðlaunin eru veitt annað hvert ár til sveitarfélaga, stofnana eða einkaaðila sem hafa gert vel á sviði skipulagsmála og lagt sitt af mörkum til að bæta og fegra umhverfi í þéttbýli og dreifbýli með faglegri skipulagsgerð. Markmið verðlaunanna er að hvetja til umræðu, auka skilning á skipulagsmálum og vekja athygli á því besta sem er að gerast á sviði skipulags á hverjum tíma.

Í ár verður sérstök áhersla lögð á skipulagsgerð í tengslum við ferðaþjónustu og samþættingu hennar við það byggða umhverfi og náttúru sem fyrir er. Einkum verður skoðað hvernig faglega unnin skipulagsgerð getur styrkt staðaranda og styrkt samfélög, til hagsbóta fyrir íbúa, ferðamenn og umhverfið.

Skipulagsverðlaunin eru annars vegar veitt fyrir skipulag, þ.e. skipulagstillögu eða staðfest skipulag og hins vegar fyrir sérstök og afmörkuð verkefni í tengslum við skipulag, svo sem frumkvöðlastarf og nýbreytni eða miðlun upplýsinga um skipulagsmál, svo eitthvað sé nefnt.

Tilnefningar mega koma frá sveitarfélögum, stofnunum, fyrirtækjum eða einstaklingum. Ekki er nauðsynlegt að höfundar tilnefni verk sín sjálfir. Skipulagsverkefni á öllum skipulagsstigum eru gjaldgeng til skipulagsverðlaunanna.

Tilnefningar til Skipulagsverðlaunanna 2014 ásamt viðeigandi gögnum t.d. uppdráttum og greinargerð ásamt rökstuðningi skal senda á netfangið skipulagsfraedi@gmail.com eigi síður en 3 nóvember 2014. Gögn skulu vera á pdf formi.

Þátttaka er öllum heimil.

Nýr formaður, ný heimasíða o.fl.

Stjórn 2014

Ný stjórn SFFÍ 2014

Aðalfundur félagsins var haldinn 31.mars s.l. þar sem nýr formaður var kosinn, Erla Margrét Gunnarsdóttir, auk þess ákveðið var að bæta við öðrum varamanni í stjórn, Gunnari Ágústssyni sem einnig er nýr vefstjóri.

Þá var ný heimasíða sett á laggirnar og stendur til að styrkja hana enn frekar í framtíðinni bæði sem málgagn félagsins og upplýsingaveitu.

Þá voru ýmis önnur mál rædd og ber helst þar að nefna fagorðasafn en félagsmenn hafa gjarnan rekist á skort á íslenskum hugtökum við störf sín. Stefnir félagið á að bætar úr því.

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá nýju stjórnina: F.v. Gunnar Ágústsson (varamaður + vefstjóri), Jón Kjartan Ágústsson (gjaldkeri), Erla Margrét Gunnarsdóttir (formaður), Einar Jónsson (ritari) og Sjöfn Ýr Hjartardóttir (varamaður).

Þá voru flutt erindi um stöðu nýs svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins og landsskipulag að loknum fundi.

Stjórn þakkar fráfarandi formanni, Sverri Erni Sverrissyni, fyrir vel unnin störf í þágu félagsins síðustu ár.

Stjórn félagsins 2013 ásamt nýjum formanni

Stjórn félagsins 2013 ásamt nýjum formanni

Aðalfundur 2014

Góðir félagsmenn

Stjórn Skipulagsfræðingafélags Íslands boðar til aðalfundar félagsins mánudaginn 31. mars  nk. kl. 14:00-17:00.

Fundurinn verður haldinn í sal Verkfræðingafélagsins að Engjateig 9.

Dagskrá:
1. Ársskýrsla stjórnar
2. Uppgjör reikninga
3. Tillögur að lagabreytingum
4. Kosning í stjórn og nefndir
5. Kosning skoðunarmanna reikninga
6. Upphæð árgjalda ákveðin
7. Önnur mál (ný heimasíða….)

Vakin er sérstök athygli á því að breytingar verða á stjórn. Sverrir Örvar Sverrisson mun láta af embætti formanns og hætta í stjórn.

Framboð í stjórn félagsins þurfa að berast fyrir aðalfund (skipulagsfraedi[hjá]gmail.com). Stjórn vill sérstaklega hvetja konur til að sækjast eftir embætti þar sem ákveðin karllæg skekkja hefur verið í stjórnarliðinu síðustu ár.
Að ársfundi loknum verða haldin tvö erindi um:
– Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins
– Landsskipulag

Stjórnin

Að loknum aðalfundi 2013

Aðalfundur SFFÍ var haldinn 18. apríl síðastliðinn í Hönnunarmiðstöðinni í Reykjavík.

Í stjórn voru kosin; Einar Jónsson og Jón Kjartan Ágústsson og Sverrir Örvar Sverrisson sem jafnframt var kosinn formaður. Sjöfn Ýr Hjartardóttir var kosinn varamaður.

Margt var rætt á fundinum og þar ber helst að nefna umræðu um fjölgun skipulagfræðinga á Íslandi og kröfur til skipulagsfulltrúa. Einnig var rætt um að styrkja innra starf félagsins og endurskoða heimasíðu.

Stjórn þakkar þeim sem mættu og tóku þátt í umræðum.

Formaður

Aðalfundur 2013

Stjórn Skipulagsfræðingafélags Íslands boðar til aðalfundar félagsins fimmtudaginn 18. apríl nk. kl. 17:00.
Fundurinn verður haldinn í húsi Hönnunarmiðstöðvar Íslands við Vonarstræti 4b.

Dagskrá:

1. Ársskýrsla stjórnar
2. Uppgjör reikninga
3. Tillögur að lagabreytingum
4. Kosning í stjórn og nefndir
5. Kosning endurskoðenda
6. Upphæð árgjalda ákveðin
7. Önnur mál

Stjórnin