Skipulagsverðlaunin 2018
Aðalfundur 2018
Aðalfundur Skipulagsfræðingafélags Íslands verður haldinn 4. apríl 2018 kl. 16:30
í Hannesarholti, Grundarstíg 10, Reykjavík.
Aðalfundur SFFÍ 2017
- Ársskýrsla stjórnar,
- Uppgjör reikninga
- Tillögur að lagabreytingum
- Kosningar í stjórnir og nefndir
- Kosning skoðunnarmanna reikninga
- Upphæð árgjalda ákveðin
- Önnur mál
- Stefna félagsins 2017-2018
Vogabyggð hlýtur Skipulagsverðlaunin 2016
Vogabyggð – svæði 2 hlaut Skipulagsverðlaunin 2016 sem afhend voru þann 14. febrúar 2017 í Hannesarholti. Deiliskipulagið er unnin af Teiknistofunni Tröð, Jaakko van’t Spijker (Hollandi) og Felixx (Hollandi).
Deiliskipulagið er nær yfir iðnaðarsvæði í Vogahverfi, Reykjavík, sem á að umbreytta í íbúðar- og þjónustusvæði. Að mati dómnefndar er tillagan góð lausn sem setur fram spennandi og nútímalega borgarsýn en leysir einnig vel úr töluverðu flækjustigi. Þétt fjölbreytt byggð þar sem gert er ráð fyrir öllum ferðamátum og almenningssvæðum er gert hátt undir höfði. Gott samspil er á milli núverandi mannvirkja á svæðinu og nýrrar byggðar. Vel er hugað að staðaranda og náttúru auk þess að nærumhverfi Elliðaánna er nálgast á varfærinn en skapandi hátt. Lesa meira