ASK arkitektar hlutu Skipulagsverðlaunin 2012 fyrir Vísindagarða Háskóla Íslands
Skipulagsverðlaunin 2012 voru afhent á Alþjóðlega skipulagsdaginn 8. nóvember. Verðlaunin hlutu ASK arkitektar fyrir Vísindagarða Háskóla Íslands. Sérstaka viðurkenningu fengu 3 nemar úr HR fyrir verkefni sitt – Nýtt skipulag í Spönginni Grafarvogi, hagnýtt verkefni í bæjarkönnun.
Þetta var í fjórða sinn sem verðlaunin eru veitt. Í ár var Vistbyggðarráð samstarfsaðili Skipulagsfræðingafélags Íslands, sem stendur fyrir veitingu verðlaunanna annað hvert ár með stuðningi Skipulagsstofnunar.
Í þetta sinn var athyglinni sérstaklega beint að vistvænum áherslum.
Sérstaka viðurkenningu fengu 3 nemar í Skipulagsfræðum við HR, þau Arnþór Tryggvason, Ester Anna Ármannsdóttir og Eva Þrastardóttir fyrir verkefnið „Nýtt skipulag í Spönginni Grafarvogi, hagnýtt verkefni í bæjarkönnun“ .
Í umsögn dómnefndar varðandi um vinningstillöguna kom meðal annars fram að þar væri um: ,, … mjög góða heildarlausn að ræða, og að tillagan uppfyllli best þær forsendur sem
áhersla er lögð á varðandi sjálfbærni og umhverfi.“
Dómnefnd skipuðu:
Dr. Bjarki Jóhannesson formaður, tilnefndur af Skipulagsfræðingafélagi Íslands
Unnsteinn Gíslason tilnefndur af Skipulagsfræðingafélagi Íslands
Egill Guðmundsson tilnefndur af Vistbyggðarráði
Bergljót S. Einarsdóttir tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands
Inga Rut Gylfadóttir tilnefnd af Félagi íslenskra landslagsarkitekta
Þórarinn Hjaltason til nefndur af Verkfræðingafélagi Íslands
Vísindagarðar HÍ: 1. Tilnefning 2. Deiliskipulag
Alls bárust 8 tilnefningar fyrir eftirfarandi verkefni:
Brynjureitur: 1. Greinargerð 2. Deiliskipulag – Arkitektur.is
Engihjalli: 1.Tillaga 2. Lýsing – THG arkitektar
Fuglafriðlandið í Vatnsmýrinni: 1.Tillaga – Drífa Gústafsdóttir og Sólveig Helga Jóhannsdóttir
Garðahverfi: 1. Tilnefning 2. Tillaga 3. Deiliskipulagsuppdráttur – Alta ehf
Grensásvegur Suðurlandsbraut: 1. Tillaga 2.Lýsing – THG arkitektar
Skrifstofugarðar Höfðabakka 9: 1. Tillaga – Landslag og THG arkitektar
Spöngin: 1.Tillaga – Arnþór Tryggvason, Ester Anna Ármannsdóttir og Eva Þrastardóttir
Markmið skipulagsverðlaunanna er að hvetja til umræðu um skipulagsmál og vekja athygli á því besta sem er að gerast á sviði skipulagsmála á Íslandi á hverjum tíma. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár. Í þetta sinn er athyglinni beint sérstaklega að vistvænum áherslum við veitingu skipulagsverðlaunanna.