Brautskrift nemenda frá LBHÍ

Brautskrift nemenda frá Landbúnaðarháskóla Íslands fór fram 27. maí sl. Í tilefni þess veitti Skipulagsfræðingafélag Íslands viðurkenningu fyrir góðan námsárangur á umhverfisskipulagsbraut. Að þessu sinni hlaut Svenja Neele Verana viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Er henni óskað innilega til hamingju með áfangann.