Kynningarfundur Hlemmur + í dag

Kynningarfundur HLEMMUR +
Kynningarfundur í biðstöðinni á Hlemmi vegna framkvæmda, á og í næsta nágrenni Hlemms.

Boðað er til opins kynningarfundar, þar sem kynntar verða framkvæmdir, bæði sem þegar eru hafnar og eru í deiglunni, á Hlemmi og í næsta umhverfi. Á svæðinu liggja m.a. fyrir tillögur að mikilli uppbyggingu íbúðarhúsnæðis við Þverholt og Einholt, atvinnuhúsnæðis við Borgartún og íbúðarhúsnæðis og skólabyggingar við Sóltún. Einnig verður nýtt umferðarskipulag á svæðinu kynnt ásamt nýju leiðarkerfi Strætó bs.

Kynningarfundurinn verður haldinn í biðstöðinni á Hlemmi, mánudaginn 20. júní nk. kl. 17:30.