Málþing á alþjóðlega skipulagsdeginum

Skipulagsfræðingafélagið vill minna á að í tilefni alþjóðlega skipulagsdagsins þá verður haldinn morgunfundur í húsi Verkfræðingafélagsins, Engjateigi 9, þann 8. nóvember nk.
Fundurinn stendur frá 8.15 – 10.15

Yfirskrift málþingsins er „Hvað er gott skipulag“ og einnig verða skipulagsverðlaunin 2006 kynnt til sögunnar.

Málþingið er öllum opið og vonar stjórn Skipulagsfræðingafélagsins að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Aðgangseyrir er 1000 kr.

Dagskrá málþingsins

8.15-8.20 Sigríður Kristjánsdóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands og formaður Skipulagsfræðingafélags Íslands.
ÁVARP FORMANNS

8.20-8.35 Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar.
HEILBRIGT SKIPULAG

8.35-8.50 Sverrir Bollason, mastersnemi í umhverfisverkfræði við HÍ
SMEKKURINN FYRIR ROKKI OG KLASSÍK Í SKIPULAGI BORGA

8.50-9.05 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður.
HVAÐ ER GOTT SKIPULAG?

9.05-9.20 Bjarki Jóhannesson, dr. í skipulagsfræðum og skipulagsstjóri Hafnarfjarðarbæjar.
ER TIL UPPSKRIFT AÐ GÓÐU SKIPULAGI?

9.20-9.45 Sigríður Kristjánsdóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands og formaður Skipulagsfræðingafélags Íslands.
KYNNING Á SKIPULAGSVERÐLAUNUNUM 2006

9.45-10.15 Umræður

10.15 Málþingi slitið