Landráðstefna Staðardagskrár 21

Landsráðstefna Staðardagkrár 21

Níunda landsráðstefnan um Staðardagskrá 21 verður haldin í Reykholti 3.-4. mars nk. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Hvaða flokkur vill framtíð? Sjálfbær þróun – verður kosið um hana í vor?“. Á ráðstefnunni verður meðal annars kynnt úttekt á stefnu íslenskra stjórnmálaflokka um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Að því loknu munu Alþingismenn úr öllum flokkum ræða málin í pallborði. Meðal gesta á ráðstefnunni verður Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöfundur, en hann mun ræða um framtíðina í kvölddagskrá föstudagskvöldsins.

Síðari dag ráðstefnunnar verður sjónum beint að helstu áskorunum sem sveitarfélögin, ríkisvaldið og þjóðin standa frammi fyrir á leið sinni til sjálfbærrar þróunar.