Námskeið á vegum LBHÍ

Skjól, skógur og skipulag – námskeið

Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands vill vekja athygli á nýju námskeiði í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands sem haldið verður á Hvanneyri þriðjudaginn 4. apríl kl. 10-18 og miðvikudaginn 5. apríl kl. 9:00-17:00 (21 kennslustund).

Skjól, skógur og skipulag (Landscape and Shelterwood).

Kennari er Alexander (Sandy) Robertsson M Sc., D.Phil (Oxon).

Námskeiðið fer fram á ensku og er skráningarfrestur til 22. febrúar.

Námskeiðið er einkum ætlað skógræktarfólki, landslagsarkitektum, skipulagsfræðingum, náttúrufræðingur, garðyrkjufræðingum og umhverfisstjórnendum.

Við skipulag skógarsvæða er mikilvægt að þekkja samspil vinda, landslags og skjóls. Vaxandi áhugi og athygli beinist að þessum þáttum þegar um skógræktarframkvæmdir og skjólbeltaframkvæmdir er að ræða.

Mikilvægt er að auka þekkingu fræðimanna jafnt sem áhugamanna á þessu samspili skjóls, skóga og skipulags hvort sem um er að ræða í dreifbýli eða í þéttbýli.

Á námskeiðinu verður því m.a. fjallað um áhrif veðurfars, skjólmyndun, uppbyggingu skjólbelta, hönnun í sátt við umhverfið, líffræðilegan og jarðfræðilegan fjölbreytileika og menningarlandslag.

Alexander (Sandy) Robertsson M Sc., D.Phil (Oxon)kom fyrst til Íslands árið 1963 og hefur síðan þá verið ráðgjafi í mörgum skógræktarverkefnum hér á landi, m.a. asparverkefni í Gunnarsholti og Skjólskógum á Vestfjörðum. Einnig hefur hann verið gestaprófessor á námskeiðum við Landbúnaðarháskóla Íslands sl. tvö ár.

Sandy er Skoti en hefur búið og starfað í áratugi á Nýfundnalandi. Hann er skógfræðingur að mennt (PhD) og hefur unnið bæði fyrir ríkisskógræktina í Kanada sem og verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Áhugasvið hans er áhrif vinds, skjólmyndun við þéttbýlið og skjólbelti og landslag.

Verð: 23.900 kr (gisting og kvöldmatur er ekki innifalin).

Nánari upplýsingar og skráning á námskeið eru hjá Guðrúnu Lárusdóttur, endurmenntunarstjóra á gurra@lbhi.is.

Sendið inn nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer, vinnustað, netfang og hvert á að senda reikning. Einnig má skrá sig í síma 433 5000.

Haft verður samband við þátttakendur nokkrum dögum áður en námskeið hefst og þeir beðnir um staðfesta þátttöku. Eftir að námskeið hefst er greiðsluseðill sendur til greiðanda.

Vinsamlegast athugið að ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið, en hefur ekki tilkynnt forföll með formlegum hætti til endurmenntunardeildar LBHÍ áður en námskeið hefst, eða hættir eftir að námskeið er hafið, þá mun LBHÍ innheimta 50% af námskeiðsgjaldi.

Ef biðlisti er á námskeiðinu, mun námskeiðsgjaldið innheimt að fullu.