Skipulagsverðlaunin 2006

Skipulagsverðlaunin 2006 voru afhent miðvikudaginn 3. maí við hátíðlega athöfn  í Ráðhúsi Reykjavíkur. Skipulagsverðlaunin voru nú veitt í fyrsta skipti og var skipað í dómnefnd til að kveða úr um hver skyldi hljóta skipulagsverðlaunin 2006. Dómnefndina skipuðu; Gestur Ólafssson skipulagsfræðingur og arkitekt, Ómar Ívarsson skipulagsfræðingur og Smári Johnsen skipulagsfræðingur. Lagt var upp með að veita ein verðlaun en ákveðið var að tvær tillögur deildu með sér 1. verðlaunum að þessu sinni.

Umsögn dómnefndar um vinningstillögurnar voru eftirfarandi.

a) Spiladós
Höfundar:  Fasteign:
  -schmitt hammer lassen
  -Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar
  -Bernard Engle og Arrowstreet
  -VSÓ Ráðgjöf
  -Línuhönnun

Tillagan er faglega unnin og framsetning skýr.
Áhersla er lögð á að skapa manneskjulegt umhverfi.
Tengsl við miðbæinn vel úr hendi leyst.
Hins vegar hefði þurft að koma skýrar fram á hvaða forsendum tillagan er byggð og þá sér í lagi hagrænum og félagslegum

a) Úlfarsársdalur-deiliskipulag
Höfundar: Landmótun:
  -Yngvi Þór Loftsson
  -Óskar Örn Gunnarsson
  -Margrét Ólafsdóttir

Tillagan er faglega unnin.
Hér er á ferðinni glæsileg greiningarvinna þar sem tekið er tillit til allra forsenda sem skipta máli í viðkomandi umhverfi.  Það sem e.t.v. skortir er að hin frábæra greiningarvinna endurspeglist með skýrari hætti í lokaniðurstöðunni og að unnin hafi verið þarfagreining þar sem augunum hefði verið beint að íbúunum og þörfum þeirra..
Þetta er fyrst og fremst landslagsgreining og sem slík er hún mjög góður grunnur fyrir frekari skipulagsvinnu.

Skipulagsfræðingafélagið vill þakka þeim sem sendu inn tillögu kærlega fyrir þátttökuna.