Málþing um hönnun fjölbýlishúsa

Málþing um hönnun fjölbýlishúsa

Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar og Arkitektafélag Íslands hafa
ákveðið að halda málþing um hönnun fjölbýlishúsa.

Viljum við bjóða fagfélögum skipulagsfræðinga, verkfræðinga,
byggingarfræðinga, tæknifræðinga og landslagsarkitekta,
að eiga aðild að málþinginu og tilnefna einn fulltrúa í undirbúningshóp.

Fyrsti undirbúningsfundur verður haldinn fimmtudaginn 22. júní næstkomandi,
kl. 12:00 að Borgartúni 3, 4. hæð.

Með kveðju
Arkitektafélag Íslands