Samkeppni um miðbæ Selfoss

Miðbær Selfoss
Samkeppni um deiliskipulag

Bæjarstjórn Árborgar í samvinnu við Arkitektafélag Íslands efnir til samkeppni um miðbæ Selfoss. Stefnt er að því að á Selfossi verði miðbær með íbúðarbyggð, öflugri verslun og þjónustu á sem flestum sviðum sem geti þjónað öllu Suðurlandi.

Form samkeppninnar er framkvæmdasamkeppni. Útbjóðandi er fyrst og fremst að lýsa eftir höfundi og tillögu að deiliskipulagi miðbæjar á Selfossi til nánari útfærslu. Tilhögun samkeppninnar er almenn keppni samkvæmt skilgreiningu samkeppnisreglna AÍ.

Rétt til þátttöku hafa:
• Félagar í Arkitektafélagi Íslands
• Nemendur í arkitektúr
• aðrir þeir sem rétt hafa til skipulagsgerðar samkv. gr. 2.7 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998.

Keppnislýsing verður látin í té endurgjaldslaust frá og með 25. september 2006 á bæjarskrifstofu Árborgar, Austurvegi 2, 800 Selfossi á milli kl.9.00 og 16.00 virka daga og á skrifstofu Arkitektafélags Íslands, Engjateig 9, 2. hæð, 105 Reykjavík á milli kl 9.00 og 13.00 virka daga. Einnig er hægt að nálgast hana á heimasíðu Árborgar www.arborg.is frá og með sama degi.
Önnur samkeppnisgögn verða afhent gegn skilatryggingu að upphæð kr. 10.000,- á skrifstofu Arkitektafélags Íslands á milli kl.9.00 og 13.00 virka daga frá og með 25.september 2006. Einnig verður hægt að nálgast samkeppnisgögn hjá trúnaðarmanni.

Tillögum skal skila til trúnaðarmanns, á skrifstofu Arkitektafélags Íslands að Engjateigi 9, 2.hæð, 105 Reykjavík eigi síðar en 1. desember 2006. Áætlað er að dómnefnd ljúki störfum í janúar 2007. Höfundur fyrstu verðlauna verður ráðinn skipulagsráðgjafi verkefnisins, ef viðunandi samkomulag næst milli hans og útbjóðanda.