Alþjóðlegi skipulagsdagurinn

ALÞJÓÐLEGI SKIPULAGSDAGURINN, 8. NÓVEMBER
“ HVERFIÐ MITT ”

MORGUNFUNDUR Í HÚSI VERKFRÆÐINGAFÉLAGSINS, ENGJATEIGI 9,
MIÐVIKUDAGINN 8. NÓVEMBER 2006, KL. 8:30 – 10:30.

Í tilefni alþjóðlega skipulagsdagsins (World Town Planning Day) 8. nóvember n.k.
stendur Skipulagsfræðingafélag Íslands (SFFÍ) fyrir morgunfundi þar sem
umræðuefnið verður “hverfið mitt”. Hver er upplifun hins almenna borgara um hverfið
sem hann býr í og hvernig tekst fagaðilum til við að móta hverfi fyrir íbúanna?
Fundurinn er haldinn í húsi Verkfræðingafélagsins að Engjateigi 9 og er öllum opinn.
Aðgangseyrir er 1000 kr., 500 kr. fyrir nemendur HÍ, HR, LBHÍ og LHÍ. Þátttaka
tilkynnist til omar@landslag.is fyrir kl. 12:00, þriðjudaginn 7. nóvember n.k.

Dagskrá fundarins:

8:30 – 8:40 Sigríður Kristjánsdóttir, formaður SFFÍ
ÁVARP FORMANNS

8:40 – 9:00 Sigmundur Ernir Rúnarsson
FOLDAHVERFI Í REYKJAVÍK

9:00 – 9:20 Hildur Eir Bolladóttir
LAUGARNESHVERFI Í REYKJAVÍK

9:20 – 9:40 Oddný Sturludóttir
MIÐBORG REYKJAVÍKUR

9:40 – 10:20 UMRÆÐUR

10:20 – 10:30 Stjórn SFFÍ
KYNNING Á SKIPULAGSVERÐLAUNUNUM 2007

10:30 MORGUNFUNDI SLITIÐ