Fjölbýli til framtíðar

Fjölbýli til framtíðar – Hönnun íbúða og skipulag byggðar með tilliti til lífsgæða.

Málþing á Grand Hótel Reykjavík.
Fimmtudaginn 18. janúar 2007

Fagfélög sérfræðinga á sviði skipulags- og byggingarmála boða til málþings í samvinnu við Umhverfisráðuneytið og Reykjavíkurborg um gæðamál í hönnun og byggingu fjölbýlishúsa. Markmið þingsins er að leiða fram nýja þekkingu um fjölbýli, skilgreina „gæði“ íbúða og leita eftir nýjungum í ljósi þeirrar einhæfni sem einkennir hönnun og skipulag fjölbýlisbyggðar á Íslandi.

Í framsöguerindum innlendra og erlendra fyrirlesara verður m.a. fjallað um
tæknileg og huglæg gæði í hönnun fjölbýlishúsa, hljóðvistarmál, ný viðhorf í skipulagi þéttrar byggðar, hönnun og frágang fjölbýlishúsalóða,
loftslagsáhrif og mótun byggðar með tilliti til veðurfars, óskir neytenda um
búsetuform og sögulega þróun í húsagerðum.

Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður með þátttöku fagfólks, neytenda, framleiðenda og seljenda húsnæðis ásamt embættismönnum.

Dagskrá þingisins verður nánar kynnt þegar nær dregur.

Málþingið er samstarfsverkefni Arkitektafélags Íslands,
Byggingafræðinga-félags Íslands, Félags íslenskra landslagsarkitekta,
Skipulagsfræðingafélags Íslands, Tæknifræðingafélags íslands,
Verkfræðingafélags Íslands ásamt Skipulags- og byggingarsviði
Reykjavíkurborgar og Umhverfisráðuneytinu.