Skipulagsverðlaunin 2008

Skipulagsfræðingafélag Íslands hefur sett af stað Skipulagsverðlaunin 2008 en þau eru veitt annað hvert ár til sveitarfélaga, stofnunar eða einkaaðila sem unnið hafa vel á sviði skipulagsmála og lagt sitt fram til að bæta og fegra umhverfi í þéttbýli og dreifbýli.  Markmið verðlaunanna er að hvetja til umræðu um skipulagsmál og vekja athygli á því besta sem er að gerast á sviði skipulags á hverjum tíma.

Tilnefningar ásamt viðeigandi gögnum, s.s. uppdráttum og greinargerð ásamt rökstuðningi fyrir tilnefningu, skal senda til formanns Skipulagsfræðingafélags Íslands á netfangið sigridur@lbhi.is.  Æskilegt er að gögn séu á pdf formi. Þátttaka er öllum heimil og tilnefningar þurfa að berast fyrir 12. október 2008.

Nánari upplýsingar er að finna á vefnum undir Skipulagsverðlaun 2008

Verðlaunin verða veitt á Alþjóðlega skipulagsdeginum 8. nóvember nk. og eru þau veitt í samvinnu við Skipulagsstofnun.

Auglýsing Skipulagsverðlaunanna 2008