Ný vefsíða

Ný heimasíða félagsins hefur verið opnuð. Unnið er að því að flytja allt efni af gömlu síðunni yfir á þá nýju og verður því lokið fljótlega. Nýja síðan býður upp á mun einfaldara vefumsjónarkerfi en sú gamla og verður því um að ræða virkari og fljótlegri upplýsingamiðlun til félagsmanna. Félagatal hefur verið uppfært og eru félagsmenn beðnir um að líta á það og athuga hvort að upplýsingar þar séu réttar. Einnig hefur tenglasafn verið einfaldað, dauðir hlekkir fjarlægðir eða lífgaðir við.

Ef eitthvað mætti betur fara eða félagsmenn vilja birta greinar eða annað efni á síðunni eru þeir beðnir um að senda tölvupóst á netfangið skipulagsfraedi@gmail.com

Ritari