Morgunverðarfundur um nýtt umferðarlíkan

VSÓ Ráðgjöf býður til morgunverðarfundar fimmtudaginn 12. nóvember kl. 08.30 – 10.00 í Gullteig A á Grand hótel við Sigtún.

Á fundinum verður fjallað um nýtt umferðarlíkan fyrir höfuðborgarsvæðið. Líkanið hefur verið í þróun á liðnum misserum og er nú m.a. hægt að reikna umferð á háannatíma síðdegis og á morgnana.

Farið verður í gegnum hvernig líkanið nýtist við áætlanagerð og hönnun, auk hagrænna og umhverfistæknilegra úttekta á skipulagsáætlunum og uppbyggingarvalkosti.

Nánar hér