Aðalfundur SFFÍ. 25.mars.

Skipulagsfræðingafélag Íslands boðar til aðalfundar félagsins fimmtudaginn 25. mars n.k. kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í Bungalowinu, Vesturgötu 32 í Hafnarfirði:

Auk félaga, eru þeir sem sótt hafa um aðild að félaginu boðnir á fundinn. Dagskrá verður sem hér segir:

1. Ársskýrsla stjórnar SFFÍ.
2. Uppgjör reikninga.
3. Tillaga um lagabreytingar.
4. Inntaka nýrra félaga.
5. Kosning í stjórn og nefndir.
6. Kosning endurskoðenda.
7. Ákveðin upphæð árgjalda.
8. 25 ára afmæli félagsins.
9. Umsögn um frumvarp til skipulagslaga
10. Tillaga um heiðursfélaga.
11. Önnur mál:
Heimasíða félagsins www.skipulagsfraedi.is .
Málþing um stöðu skipulagsfræðingsins.
Menntanefnd fer yfir stöðuna varðandi MSc. nám í skipulagsfræðum á Íslandi.
Húsnæðismál SFFÍ.
Starfsemi félagsins.
Annað sem félagar leggja til að rætt verði.

Skýringar:

Liður 3.
Stjórn félagsins leggur fram tillögu að breytingu á 3. grein laga Skipulagsfræðingafélags Íslands. Lagt er til að við greinina bætist undirstrikaður texti.
Starfsheitið skipulagsfræðingur er lögverndað. Reglur um nám sem leiðir til fullnaðarmenntunar í skipulagsfræðum eru staðfestar af iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Félagið veitir umsagnir um umsóknir um heimild til að nota starfsheitið skipulagsfræðingur, eftir beiðni iðnaðarráðuneytisins. Nám sem viðurkennt er af viðkomandi félagi skipulagsfræðinga í því landi sem námið er stundað skal einnig viðurkennt hérlendis, svo og nám sem stundað er hérlendis sem uppfyllir skilyrði sem samþykkt hafa verið af félaginu og er undir umsjón löggilts skipulagsfræðings við viðkomandi háskóladeild. A.m.k. hluti námsins skal einnig kenndur af löggiltum skipulagsfræðingi. Þeir sem fengið hafa heimild iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis til að nota starfsheitið skipulagsfræðingur geta kennt sig við félagið með skammstöfuninni FSFFÍ.

Liður 4.
Alls hafa borist 2 fullgildar umsóknir um aðild og 3 fullgildar umsóknir um aukaaðild.

Liður 5.
Smári Johnsen gjaldkeri félagsins gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn félagsins. Óskað er eftir framboði til setu í stjórn og nefndum.

Liður 10.
Stjórnin leggur til að notuð verði heimild í 3. mgr. 4. greinar laga félagsins. Í tilefni af 25 ára afmæli félagsins verði fyrsti stjórnandi og aðal hvatamaður að stofnun félagsins kjörinn heiðursfélagi þess.

Lög SFFÍ

F.h. stjórnar SFFÍ,
—————————————————————————–
Bjarki Jóhannesson
formaður