Shared Space

Í erindi sínu á ráðstefnu um sjálfbærar samgöngur og byggðarskipulag sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík föstudaginn 26.febrúar fjallaði Ben Hamilton-Baillie um almenningsrými þar sem allir ferðamátar eru jafnréttháir. Í erindinu sýndi hann fjölmörg dæmi um velheppnaðar útfærslur á borgarrýmum þar sem bifreiðin hafði áður leikið aðalhlutverk en var nú orðin hluti af flóknu samspili allra vegfarenda. Rými sem áður voru hefðbundnar götur eða gatnamót var orðið að rými þar sem engar formlegar umferðarreglur giltu heldur öðluðust almennar samskipta- og siðareglur þann sess að öryggi og flæði allrar umferðar stórbatnaði.


Árið 2008 gaf Ben Hamilton-Baillie út grein er nefnist „Shared Space: Reconciling People, Places and Traffic“. Hér gefur að líta hluta af útdrætti greinarinnar.

„Under the label of ‘shared space’, a radically different approach to street design, traffic flow and road safety is rapidly emerging. Combining a greater understanding of behavioural psychology with a changing perception of risk and safety, shared space offers a set of principles that suggest new radically different possibilities for successfully combining movement with the other civic function of streets and urban spaces. Shared space has evolved most rapidly in the Denmark, Germany, Sweden and the northern part of Holland. However there is a growing range of examples in France, Spain, the UK and other European countries. The paper considers the potential for shared space principles to prompt a new approach to the design, management and maintenance of streets and public spaces in cities, towns and villages.“

Ben Hamilton-Baillie, 2008. Shared Space: Reconciling People Places and Traffic. Built Environment, vol 34. Nr. 2. (Hlekkur á pdf skjal)

Þær lausnir sem koma fram í greininni geta verið nýtt innlegg í umræðuna hér á landi um umferð og umferðaröryggi og ættu skipulagsfræðingar og aðrir er koma að skipulagsmálum að hafa þær í huga þegar unnið er að skipulagi byggðar.

Heimasíða Hamilton-Baillie Associates