Skipulagsvefsjá

Skipulagsstofnun hefur opnað Skipulagsvefsjá sem er rafrænt gagnasafn skipulagsáætlana sem varðveittar eru hjá stofnuninni. Þar verður hægt að nálgast allt deili- og aðalskipulag sem samþykkt og staðfest hefur verið samkvæmt skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 og stofnunin hefur fengið til varðveislu. Í nokkrum tilfellum er einnig hægt að nálgast skipulagsáætlanir samkvæmt eldri lögum.

Skipulagsvefsjána má nálgast hér.