Borgarskipulag og hjólreiðar

Tom Spach, meistaranemi við Université de Strasbourg, heldur fyrirlestur í stofu 132 í Öskju þriðjudaginn 27. apríl kl. 15. Tom hefur dvalið við Háskóla Íslands sem skiptinemi undanfarna mánuði og greinir hér frá verkefni um skipulag og hjólreiðar í Reykjavík, sem hann hefur unnið að innan námsbrautar í landfræði.

Fyrirlesturinn verður á ensku. Hann er öllum opinn.

City planning and bicycle alternatives in Reykjavík – a comparison with the city of Strasbourg

Abstract:

Increasing concerns in urban areas about the reduction of energy and space consumption bring cities to reorganize their planning, especially through their transport system. In this work, the context in Reykjavík is studied, from transport planning done in the 1960s favouring the massive use of cars to current statements and the development of a bicycle policy that promotes a new way to move in the city. Reykjavík’s progress in this work is compared with the example of Strasbourg, which has since 1989 developed a new transport policy to promote alternative transport modes, like tramway, walking and cycling. Strasbourg is currently the most bicycle-friendly city in France with a total path distance of 518 kilometres and a bicycle share of 8% in the total number of trips. The aim is to understand the contrasts in the development of these cities and their relation to space and territory, and try to bring some ideas or concepts from Strasbourg’s policies to Reykjavík’s bicycle development process.

Borgarskipulag og hjólreiðar í Reykjavík – samanburður við Strasbourg

Ágrip:

Margar borgir hafa reynt að minnka orkunotkun og rýmisþörf með því að endurhugsa skipulag sitt, einkum hvað varðar samgöngur. Í þessu verkefni er samgönguskipulag í Reykjavík tekið til skoðunar, allt frá skipulagi sem gert var á 7. áratug síðustu aldar, sem átt hefur þátt í gríðarlegri notkun einkabíla, til nýrra áherslna á að auka hlut hjólreiða í samgöngum í borginni. Þróunin í Reykjavík er borin saman við það sem gerst hefur í Strasbourg, en í þeirri borg var mótuð ný samgöngustefna árið 1989 þar sem áhersla var lögð á að auka þátt sporvagna, gönguferða og hjólreiða í samgöngumynstrinu. Strasbourg er nú sú borg Frakklands þar sem hjólreiðar eru auðveldastar. Um 518 km af hjólastígum hafa verið lagðir og hlutur hjólreiða í öllum ferðum er 8%. Í verkefninu er dreginn fram sá munur sem er á þróun þessara tveggja borgarrýma og hugleitt hvaða lærdóm mætti draga af stefnunni sem mótuð var í Strasbourg til að stuðla að auknum hjólreiðum í Reykjavík.