Að loknu málþingi

Málþing SFFÍ um stöðu og þróun skipulagsmála á Íslandi, sem haldið var 7.október sl., var vel sótt. Um 50 manns mættu og hlýddu á fjóra fyrirlesara halda erindi frá ólíkum sjónarhornum um skipulagsmál. Fyrstur á mælendaskrá var Bjarki Jóhannesson formaður SFFÍ sem setti þingið og hélt stutt erindi um félagið og skipulagsfræði sem fræðigrein. Næstur talaði Sigurður Guðmundsson um sína vegferð í skipulagsvinnu og sína sýn á skipulagsmálin og var honum að loknu erindinu afhent viðurkenningarskjal sem heiðursfélagi SFFÍ.

Stefán Thors, Skipulagsstjóri ræddi um nýsamþykkt Skipulagslög og vinnu við nýja reglugerð sem ætti að verða grunnur að bættum vinnubrögðum í skipulagi. Sigríður Kristjánsdóttir lektor ræddi þvínæst um aukna fagþekkingu í skipulagsfræðum og þá sérstaklega aukna íslenska menntun á þessu sviði. Að lokum steig Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi, á stokk og ræddi um sín hugarefni í skipulagsmálum.

Að loknum erindunum spunnust nokkrar umræður og sleit svo Bjarki málþinginu.

Viljum við þakka fyrirlesurum og gestum sem hlýddu á og tóku þátt í umræðunum.

F.h.stjórnar SFFÍ

Ritari