Plan4all

Viljum vekja athygli á vinnufundi um samræmingu gagnasafna 3.febrúar næstkomandi.


Plan4all, vinnufundur, Samræming í skipulagsgerð í takt við INSPIRE

Vinnufundur um verkefnið  Plan4all verður haldinn 3. febrúar 2011  á Grand Hótel.  Í Plan4all er verið að þróa samræmdar reglur fyrir skil, leit og aðgengi að gagnasöfnum um landnotkun og  skipulagsgerð. Meginatriði er að virkja þá sem málið varðar og fylgjast með þróun í innleiðingu á samræmdum reglum.  Fundurinn er liður í Evrópusamstarfi LÍSU samtakanna í EUROGI og  undirbúinn og haldinn í samstarfi við Skipulagsstofnun, Landmælingar Íslands  og  Samband íslenskra sveitarfélaga. Dagskrá verður send út fljótlega eftir áramót.  Nánar um Plan4all

Í febrúar 2010 héldu LÍSU samtökin fund um EURADIN verkefnið um samræmda skráningu staðfanga í samstarfi við Þjóðskrá. Plan4all er sambærilegt verkefni.  Nánari upplýsingar á skrifstofu LÍSU samtakanna.