Hádegisfundur 24.febrúar

Fyrsti fundur í hádegisfundarröð Skipulagsfræðingafélags Íslands í tilefni af 25 ára afmælisári félagsins verður haldin í Landsbókasafni – Háskólabókasafni þann 24. febrúar kl. 12:00 -13:00
í fyrirlestrarsal við hlið kaffiteríu.

Á alþjóðlega Skipulagsdeginum 8.nóvember síðastliðinn var Tinnu Haraldsdóttur veitt viðurkenning fyrir framlag til umræðu um umbætur í skipulagsferlinu með M.s. ritgerð sinni.

Segir m.a. í umsögn dómnefndar:
„Á undanförnum áratug hafa átök í skipulagsmálum færst í vöxt. Samskipti íbúa, hagsmunaaðila og yfirvalda hafa á stundum reynst erfið. Takmörkuð umræða hefur farið
fram um orsakir þessa og skort hefur grundvöll fyrir gagnlegar rökræður á þessu sviði.“

Tinna mun opna hádegisfundinn með því að flytja fyrirlestur byggðan á rannsókn sinni sem tekur á þessum málum. Orðið verður svo gefið frjálst fyrir hugrenningar um íbúalýðræði í skipulagi og skapast þá vonandi grundvöllur fyrir gagnlegar rökræður.

Gert er ráð fyrir að fundurinn standi yfir frá 12:00-12:40 og fundargestir geti svo snætt hádegismat í kaffiteríu og haldið umræðum áfram.

Allir velkomnir og við vonumst til að sjá sem flesta sem um skipulagsmál véla.

Stjórnin