Skipulagsverðlaunin 2012

ASK arkitektar taka við skipulagsverðlaununum 2012

Skipulagsverðlaunin 2012 voru afhent á Alþjóðlega skipulagsdaginn 8. nóvember. Verðlaunin hlutu ASK arkitektar fyrir Vísindagarða Háskóla Íslands. Sérstaka viðurkenningu fengu 3 nemar úr HR fyrir verkefni sitt – Nýtt skipulag í Spönginni Grafarvogi, hagnýtt verkefni í bæjarkönnun.

Sjá fréttatilkynningu.

Umfjöllun á heimasíðu Arkitektafélagsins.

 

 

 

Verðlaunin voru afhent með viðhöfn í Iðnó og áður en að verðalaunaafhendingu kom hélt Egill Guðmundsson, arkitekt hjá Arkís erindi um vistvæn viðmið í skipulagsgerð.

Ester Anna Ármannsdóttir tekur við viðurkenningunni fyrir hönd síns hóps

Að því loknu hélt Björn Axelsson landslagsarkitekt hjá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar erindi um hverfaskipulag.

Skipulagsfræðingafélag Íslands óskar verðlaunahöfum hjartanlega til hamingju. Eins vill félagið þakka undirbúningsnefnd og framsögumönnum fyrir sinn þátt í að gera verðlaunin eins vegleg og raun bar vitni. Að lokum vill félagið þakka Skipulagsstofnun fyrir veittan stuðning.