Ráðstefna um skipulagsmál á norðurlöndum 19-21 ágúst 2013

Sjötta ráðstefna PLANNORD fer fram í Hörpu dagana 19. – 21. ágúst 2013. Yfirskrift ráðstefnunnar er að þessu sinni „Sjálfbærni og skipulag“ og er markmið hennar að skapa vettvang fyrir norrænt fræðafólk á sviði skipulagsmála til að skiptast á hugmyndum og læra af reynslu annara.

PLANNORD samstarfið var sett á laggirnar snemma á 21. öldinni þegar hópur fræðimanna á Norðurlöndum kom saman til að ræða um þær breytingar sem skipulagskerfi landanna voru að ganga í gegnum.  Þessi umræða leiddi til þess að haldin var ráðstefna í Noregi árið 2003 undir yfirskriftinni  „Nýir möguleikar og hlutverk“.

Síðan þá hefur verið haldin samnorræn  ráðstefna á tveggja ára fresti og var sú síðasta haldin árið 2011 í Álaborg í Danmörku. Það ár markaði einnig upphaf þátttöku Íslands í samstarfinu og var Ísland tilnefnt til þess að halda ráðstefnu árið 2013.

Undirbúningsnefnd  PLANNORD ráðstefnunnar á Íslandi 2013 hefur opnað heimasíðu  þar sem nálgast má frekari upplýsingar um ráðstefnunna.

6th Nordic Planning Research Symposium (PLANNORD) Scandinavian experiences of urban planning for sustainability

 

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Undirbúningsnefnd

Sigríður Kristjánsdóttir PhD. Lektor og námsbrautarstjóri MS náms í skipulagsfræði LbhÍ

 

Sverrir Örvar Sverrisson Formaður Skipulagsfræðingarfélags Íslands