Að loknum aðalfundi 2013

Aðalfundur SFFÍ var haldinn 18. apríl síðastliðinn í Hönnunarmiðstöðinni í Reykjavík.

Í stjórn voru kosin; Einar Jónsson og Jón Kjartan Ágústsson og Sverrir Örvar Sverrisson sem jafnframt var kosinn formaður. Sjöfn Ýr Hjartardóttir var kosinn varamaður.

Margt var rætt á fundinum og þar ber helst að nefna umræðu um fjölgun skipulagfræðinga á Íslandi og kröfur til skipulagsfulltrúa. Einnig var rætt um að styrkja innra starf félagsins og endurskoða heimasíðu.

Stjórn þakkar þeim sem mættu og tóku þátt í umræðum.

Formaður