Fortíðarhyggja eða framtíðarsýn. Sjálfbært byggðarmynstur í íslensku þéttbýli.

SFFÍ og Vistbyggðaráð standa fyrir ráðstefnu þann 16.maí næstkomandi.
Ráðstefnan ber yfirskriftina, Fortíðarhyggja eða framtíðarsýn. Sjálfbært byggðarmynstur í íslensku þéttbýli. Á ráðstefnunni verður sérstaklega fjallað um vistvænt skipulag með áherslu á endurhönnun og þróun byggðar í þéttbýli. Reynt verður að varpa ljósi á það hvað það er sem gerir skipulag vistvænt í íslensku samhengi og hvaða tækifæri felist í vistvænni þróun þéttbýlis.

Á ráðstefnunni verður m.a. leitast við að svara eftirfarandi spurningum:
Er vistvænt skipulag eitthvað öðruvísi en venjulegt skipulag?
Hvaða tækifæri felast í endurhönnun og þróun þéttbýlis þar sem síauknar áherslur er á umhverfisþætti í almennri skipulagsgerð?

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er sænski arkitektinn og borgarhönnuðurinn Klas Tham sem var einn af aðalhönnuðum og verkefnisstjóri BoO1 hverfisins í Malmö í Svíþjóð, vistvænu hverfi á endurgerðu hafnasvæði sem hlotið hefur athygli víða um heim.

Einnig mun Hjálmar Sveinsson fjalla um endurhönnun hafnarsvæðisins í Reykjavík. Guðrún Ingvarsdóttir arkitekt og verkefnisstjóri þróunarverkefna hjá Búseta mun kynna ýmis verkefni sem þau eru að vinna að og þá mun Salvör Jónsdóttir skipulagsfræingur fjalla um borgarbúskap á 21. öld. Einnig verður kynntur bæklingur sem starfshópur á vegum VBR hefur unnið tengslum við þróun viðmiða um vistvænt skipulag.

Skráning og dagskrá