Vel sótt ráðstefna um sjálfbært byggðamynstur

Fortíðarhyggja eða framtíðarsýn- sjálfbært byggðamynstur í íslensku þéttbýli, var yfirskrift ráðstefnu sem Vistbyggðarráð og Skipulagsfræðingafélagið stóðu fyrir þann 16. maí síðastliðinn.  Ráðstefnan var afar vel sótt, enda viðfangsefnið spennandi og eitthvað sem snertir daglegt líf margra, eins og reyndar skipulagsmál almennt. Á ráðstefnunni var sérstaklega fjallað um vistvænt skipulag með áherslu á endurhönnun og þróun byggðar í þéttbýli. Undanfarin misseri hefur farið fram nokkur umræða um vistvænt skipulag eða öllu heldur ýmsa lykilþætti því tengdu s.s. samgöngur og þéttingu byggðar en afar mikilvægt er að huga að góðu samspili þessara þátta þegar gera á gott skipulag.

Meira um ráðstefnuna á heimasíðu Vistbyggðaráðs