Hvað er nýtt í skipulagsfræði?

Í tilefni af alþjóðlega skipulagsdeginum stendur Skipulagsfræðingafélag Íslands fyrir málþingi um nýjar rannsóknir í skipulagsfræði. Umfjöllunarefnin eru af ýmsum toga, svo sem ný landsskipulagsstefna, mismunandi nýting borgarrýma og skipulag á virkjunarsvæðum.

Málþingið verður haldið fimmtudaginn 7. nóvember  kl. 9-12 Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, Þjóðarbókhlöðunni, Arngrímsgötu 3.

Dagskrá

9:00-9:05 Setning  (Sverrir Örvar Sverrisson, formaður Skipulagsfræðingafélags Íslands

9:05-9:25  Landsskipulagsstefna Íslands 2013-2024  (Eva Dís Þórðardóttir, skipulagsfræðingur)

9:25-9:45 Húsnæðisstefna og litlar íbúðir (Egill Þórarinsson, skipulagsfræðingur)

9:45-10:05  Borgarbúskapur í fjölbýlisgörðum (Arnþór Tryggvason, MSc skipulagsfræði)

10:05 -10:30 Kaffi

10:30 – 10:50 Greining á umhverfi Hellisheiðarvirkjunar og skipulagstillaga    (Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir, MSc skipulagsfræði)

10:50 – 11:10 Göngugötur í miðbæjum (Eva Þrastardóttir, MSc skipulagsfræði)

11:10 – 11:30 Grjótaþorpið – Þorpið í borginni (Gunnar Ágússton og Íris Stefánsdóttir MSc nemar við LBHÍ)

11:30 – 12:00 Umræður

Skráning tilkynnist á netfangið skipulagsfraedi@gmail.com eða á facebook síðu félagsins eigi síðar en 6.nóvember.

Skráningargjald er 1000 kr. og greiðist með millifærslu á reikning Skipulagsfræðingafélags Íslands.
Kt. 670885-0629. Rnr. 513-26-9260. 
Félagsmenn SFFÍ greiða ekki skráningargjald.