Nýr formaður, ný heimasíða o.fl.

Stjórn 2014

Ný stjórn SFFÍ 2014

Aðalfundur félagsins var haldinn 31.mars s.l. þar sem nýr formaður var kosinn, Erla Margrét Gunnarsdóttir, auk þess ákveðið var að bæta við öðrum varamanni í stjórn, Gunnari Ágústssyni sem einnig er nýr vefstjóri.

Þá var ný heimasíða sett á laggirnar og stendur til að styrkja hana enn frekar í framtíðinni bæði sem málgagn félagsins og upplýsingaveitu.

Þá voru ýmis önnur mál rædd og ber helst þar að nefna fagorðasafn en félagsmenn hafa gjarnan rekist á skort á íslenskum hugtökum við störf sín. Stefnir félagið á að bætar úr því.

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá nýju stjórnina: F.v. Gunnar Ágústsson (varamaður + vefstjóri), Jón Kjartan Ágústsson (gjaldkeri), Erla Margrét Gunnarsdóttir (formaður), Einar Jónsson (ritari) og Sjöfn Ýr Hjartardóttir (varamaður).

Þá voru flutt erindi um stöðu nýs svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins og landsskipulag að loknum fundi.

Stjórn þakkar fráfarandi formanni, Sverri Erni Sverrissyni, fyrir vel unnin störf í þágu félagsins síðustu ár.

Stjórn félagsins 2013 ásamt nýjum formanni

Stjórn félagsins 2013 ásamt nýjum formanni