„Frá Landnotkun yfir í Strategíu“ – Rætt um skipulagsmál yfir kaffibolla

Skipulagsfræðingafélag Íslands býður skipulagsfræðingum og áhugasömum um skipulag að hittast eftir vinnu miðvikudaginn 29. október kl. 17 og eiga spjall saman um skipulagsmál.

Umræðustjóri verður Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri mun halda stutta tölu um breytingar á skipulagi frá landnotkun yfir í strategíu út frá Svæðisskipulaginu og Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar og Dr. Sigríður Kristjánsdóttir munu einnig segja nokkur orð í framhaldinu og síðan verður opnað fyrir umræður.

Hittingurinn verður haldinn á neðri hæðinni á Stofan kaffihús sem er til húsa á Vesturgötu 3 (þar sem Fríða frænka var). Happy hour frá 17-20 og einnig geta gestir keypt sér kaffi og bakkelsi.

Sjá nánar á Facebook: Framtíð Skipulags – Frá Landnotkun yfir í StrategíuHlökkum til að sjá sem flesta!