AÐALFUNDARBOÐ SFFÍ 2015

Kæru félagsmenn

Stjórn Skipulagsfræðingafélags Íslands boðar til aðalfundar félagsins þriðjudaginn 31. mars nk. kl. 16.00 – 18.00.

Aðalfundurinn verður haldinn í Gym & Tonic salnum á Kex Hostel, Skúlagötu 28.

Dagskrá:
1. Ársskýrsla stjórnar
2. Uppgjör reikninga
3. Tillögur að lagabreytingum
4. Kosning í stjórn og nefndir
5. Kosning skoðunarmanna reikninga
6. Upphæð árgjalda ákveðin
7. Önnur mál

Vakin er sérstök athygli á því að breytingar verða á stjórn. Einar Jónsson hefur tilkynnt að hann muni láta af embætti ritara og hætta í stjórn. Einnig hefur Sjöfn Ýr Hjartardóttir ákveðið að hætta í varastjórn.

Framboð í stjórn félagsins þurfa að berast fyrir aðalfund (skipulagsfraedi[hjá]gmail.com) og lagabreytingar þurfa að berast 5 dögum fyrir aðalfund.

 

Að loknum aðalfundarstörfum mun Gunnar Ágústsson kynna vinnu íðorðanefndar SFFÍ og Jón Kjartan Ágústsson mun kynna Hverfisskipulag Reykjavíkurborgar og hvað er framundan þar.

 

Hlökkum til að sjá sem flesta.

 

Bestu kveðjur,

Stjórnin