Tillaga frá stjórn SFFÍ um lagabreytingu

Stjórn Skipulagsfræðingafélags Íslands leggur til eftirfarandi lagabreytingu fyrir aðalfund:

Lög SFFÍ – Tillaga að lagabreytingu á 6.grein

6.grein núverandi:
Stjórn félagsins skal skipuð formanni, ritara og gjaldkera auk eins varamanns. Skal hún kosin á aðalfundi til eins árs í senn. Formaður félagsins skal kosinn á aðalfundi úr hópi stjórnarinnar, en stjórnin skiptir sjálf með sér verkum að öðru leyti á fyrsta fundi eftir aðalfund. Ritari gegnir hlutverki varaformanns. Við stjórnarkjör skal tryggt að a.m.k. einn úr fráfarandi stjórn sitji áfram og a.m.k. tveir aðalmenn í stjórninni skulu hafa hlotið löggildingu starfsheitisins skipulagsfræðingur. Kosning skal vera leynileg ef þess er óskað.
Stjórnin fer með æðsta vald félagsins milli aðalfunda, sinnir rekstri og gætir hagsmuna félagsheildarinnar. Stjórnin skal halda félagatal og fjalla um umsóknir nýrra félaga. Stjórninni er heimilt að skipa nefndir til að sinna tilteknum málefnum félagsins í umboði stjórnar. Við skipun nefnda skal hlutverk þeirra skilgreint og valdsvið gagnvart stjórn.
Stjórnarfund skal halda eigi sjaldnar en annan hvern mánuð. Skylt er að boða stjórnarfund ef tveir menn úr stjórn óska þess. Stjórnarfundur er ályktunarfær ef þrír stjórnarmenn sækja fundinn. Halda skal fundargerðir á stjórnarfundum.

Breytingatilllagan á 6.grein hljóðar svo að í stjórn félagsins verði fimm aðalmenn og varamaður detti út.

Fyrsta setning 6.greinar hljóðar því svo “Stjórn félagsins skal skipuð formanni, ritara, gjaldkera auk tveggja meðstjórnenda.”

Rökin fyrir breytingatillögunni á 6.grein eru þau að með fleiri aðalmönnum verði verkaskipting auðveldari og félagið hafi tök á að vinna að fleiri hlutum.

6.grein með breytingartillögu:
Stjórn félagsins skal skipuð formanni, ritara, gjaldkera auk tveggja meðstjórnenda. Skal hún kosin á aðalfundi til eins árs í senn. Formaður félagsins skal kosinn á aðalfundi úr hópi stjórnarinnar, en stjórnin skiptir sjálf með sér verkum að öðru leyti á fyrsta fundi eftir aðalfund. Ritari gegnir hlutverki varaformanns. Við stjórnarkjör skal tryggt að a.m.k. einn úr fráfarandi stjórn sitji áfram og a.m.k. tveir aðalmenn í stjórninni skulu hafa hlotið löggildingu starfsheitisins skipulagsfræðingur. Kosning skal vera leynileg ef þess er óskað.
Stjórnin fer með æðsta vald félagsins milli aðalfunda, sinnir rekstri og gætir hagsmuna félagsheildarinnar. Stjórnin skal halda félagatal og fjalla um umsóknir nýrra félaga. Stjórninni er heimilt að skipa nefndir til að sinna tilteknum málefnum félagsins í umboði stjórnar. Við skipun nefnda skal hlutverk þeirra skilgreint og valdsvið gagnvart stjórn.
Stjórnarfund skal halda eigi sjaldnar en annan hvern mánuð. Skylt er að boða stjórnarfund ef tveir menn úr stjórn óska þess. Stjórnarfundur er ályktunarfær ef þrír stjórnarmenn sækja fundinn. Halda skal fundargerðir á stjórnarfundum.

Lög SFFÍ – Tillaga að lagabreytingu á 8.grein

8.grein núverandi
Árgjald skal ákveða á aðalfundi. Námsmenn með aukaaðild að félaginu skulu greiða fjórðung árgjalds. Heiðursfélagar eru undanþegnir árgjaldi. Gjalddagi er 1. mars. Atkvæðisrétt á fundum eiga þeir félagsmenn sem skuldlausir eru við félagið. Jafnframt geta aðeins þeir félagsmenn sem skuldlausir eru við félagið setið í stjórnum og nefndum á vegum félagsins.

Breytingatillagan á 8.grein hljóðar svo að stjórn félagsins verði undanskilin greiðslu félagsgjalda.

Þiðja setning 8.greinar hljóðar því svo: “Heiðursfélagar og stjórn félagsins eru undanþegin árgjaldi.”

Rökin fyrir breytingartillögunni á 8.grein er sú að stjórnarmeðlimir vinna mikið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins sem er með öllu ólaunað.

8.grein með breytingartillögu:
Árgjald skal ákveða á aðalfundi. Námsmenn með aukaaðild að félaginu skulu greiða fjórðung árgjalds. Heiðursfélagar og stjórn félagsins eru undanþegin árgjaldi. Gjalddagi er 1. mars. Atkvæðisrétt á fundum eiga þeir félagsmenn sem skuldlausir eru við félagið. Jafnframt geta aðeins þeir félagsmenn sem skuldlausir eru við félagið setið í stjórnum og nefndum á vegum félagsins.
——

Erindi þetta verður borið undir næsta aðalfund, n.k. þriðjudag.