Ný stjórn SFFÍ kosin á aðalfundi

Á síðasta aðalfundi Skipulagsfræðingafélags Íslands var kosin ný stjórn en hana skipa Erla Margrét Gunnarsdóttir (formaður), Jón Kjartan Ágústsson, Gunnar Ágústsson, Ragnar Björgvinsson og Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir. Tvö síðastnefndu koma ný inn í stjórn. Úr stjórn fóru Einar Jónsson og Sjöfn Ýr Hjartardóttir. Ný stjórn vill þakka þeim fyrir unnin störf í þágu félagsins.

Á fundinum var farið yfir síðastliðið ár hjá félaginu og lögð áhersla á stefnumótun fyrir komandi ár. Sköpuðust umræður um að setja þurfi skýrari stefnu fyrir félagið og var það verkefni lagt fyrir hina nýju stjórn.

Ný stjórn SFFÍ 2015

Ný stjórn SFFÍ 2015; Ragnar, Guðrún Dóra, Gunnar, Erla Margrét og Jón Kjartan.