Bókin Mótun framtíðar eftir Trausta Valsson er komin út

Forsíða - Mótun framtíðarBókin MÓTUN FRAMTÍÐAR – Hugmyndir – Skipulag – Hönnun er ævi- og starfssaga Trausta Valssonar. Í forgrunni eru þeir straumar og stefnur sem ríkt hafa í skipulagi og hönnun sl. 50 ár. Þar sem Trausti lauk prófi bæði í arkitektúr og skipulagi við háskóla í Berlín og Berkeley á miklum umbyltingatímum í þessum fögum á hann auðvelt með að lýsa hvað hefur helst mótað breytingarnar á síðustu hálfri öld. Bókin má því kallast þróunar- og hugmyndasaga skipulags og hönnunar.

Jafnframt segir Trausti frá helstu skipulags- og rannsóknaverkefnum starfsævi sinnar í bókinni. Helstu þemu þar eru þróun skipulags í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu, Íslandsskipulag og byggðamál, sem og breytingar á þróun byggðar í heiminum með hnattrænni hlýnun.

Bókin er með um 700 myndum. Henni fylgir mynddiskur með filmuefni í tíu stuttmyndum, úr skipulags- og hönnarsögu á Íslandi, þ.e.a.s. efni sem tengist ævi Trausta. Starfslok hans sem prófessors við HÍ um áramótin 2015 -´16, eru vegna sjötugsafmælis hans þá.

 

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Trausti Valsson lauk námi í arkitektúr og skipulagi frá TU Berlín 1972. Starfaði við skipulag Reykjavíkur m.a. við Grænu byltinguna og gerð aðalskipulags svæðana NA við Grafarvoginn. Lauk doktorsnámi í umhverfisskipulagi við UC Berkeley 1987. Fékk hlutadósentsstöðu við Verkfræðideild HÍ, og varð síðan fyrsti prófessor í skipulagi við íslenskan háskóla.

Trausti hefur verið virkur í mótun hugmynda um framtíðina, skipulag og hönnun. Þessu hefur hann miðlað með 150 greinum og 12 bókum. Einnig hefur hann tekið mikinn þátt í opinberri umræðu. Trausti hefur fengið verðlaun í mörgum samkeppnum og margskonar aðrar viðurkenningar.

Hér er hægt að kaupa bókina hjá Bóksölu stúdenta.

Hér má nálgast frekari upplýsingar á Facebook síðu bókarinnar