Travel behaviour and planning of the Reykjavik capital region

Vakin er athygli á málþingi um samgöngur og skipulag á Höfuðborgarsvæðinu sem haldið verður í Norræna húsinu þann 3. Júní 2019 frá kl. 13-17:30.

Aðstandendur málþingsins er hópur á vegum skipulagsdeildar norsks háskóla (Department of urban and regional planning (BYREG), Norwegian University of Life Sciences (NMBU) ásamt samstarfsaðilum þeirra við Háskóla Íslands.

Á málþinginu verða kynntar niðurstöður úr Resactra-is rannsóknarverkefninu sem fjallar um ferðavenjur og byggt umhverfi Höfuðborgarsvæðisins. Einnig verða kynntar niðurstöður úr verkefninu SuReCa (Leit að sjálfbærri höfuðborg Reykjavíkur: lífsstíll, viðhorf, ferðavenjur, vellíðan og áhrif ungra fullorðinna á loftslagsbreytingar). Byggt á núverandi markmiðum um skipulag höfuðborgarsvæðisins, mun málþingið fjalla um markmið, áskoranir og tækifæri sem geta leitt til sjálfbærs skipulags og samgangna.

Allar upplýsingar um málþingið, skráningu og dagskrá má finna hér.

Sama dag mun Dr. Petter Næss Prófessor við NMBU flytja fyrirlestur í Háskóla Íslands kl. 10.30-12, sjá nánar hér https://www.hi.is/vidburdir/gestafyrirlestur_petter_naess

Aðgangur að málþinginu er ókeypis en sætaframboð er takmarkað og er fólk vinsamlegast beðið um að skrá þátttöku hér. 

Félagar í Skipulagsfræðingafélagi Íslands og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta. 

Fyrirlestur og umræður um þróun skipulags

 

Skipulagsfræðingafélag Íslands, SFFÍ, bendir félagsmönnum og áhugafólki um skipulagsmál á Íslandi á fyrirlestur Trausta Valssonar:

Trausti Valsson arkitekt, skipulagsfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands heldur fyrirlestur í Þjóðarbókhlöðunni þann 4. nóvember n.k., kl. 16 – 17.30. Að loknum fyrirlestri fara fram umræður undir stjórn Hilmars Þórs Björnssonar.

Viðburðurinn á facebook:

Mótun framtíðar – Rætur módernismans í hinni vestrænu heimsmynd sem varð til í vísindum á 17. öld

Nýlega kom út bók Trausta og mynddiskur, Mótun framtíðar. Í tengslum við hana stendur nú yfir sýning í Þjóðarbókhlöðunni.

Skipulagsdagurinn 2015 hjá Skipulagsstofnun

Screenshot 2015-08-30 16.05.26

Skipulagsstofnun hefur boðað til Skipulagsdagsins 2015 þann 17. september n.k. frá kl. 9:00-16:00 á Hilton Hotel Nordica í Reykjavík.

Fyrir hádegi eru nokkur erindi en eftir hádegi fara umræður fram í vinnustofum.

Við hvetjum félagsmenn að mæta og taka þátt í umræðunni.

 

Skráning og nánari upplýsingar á heimasíðu Skipulagsstofnunar: http://www.skipulagsstofnun.is/skipulagsstofnun/atburdir/nr/1136

 

Hvað er nýtt í skipulagsfræði?

Í tilefni af alþjóðlega skipulagsdeginum stendur Skipulagsfræðingafélag Íslands fyrir málþingi um nýjar rannsóknir í skipulagsfræði. Umfjöllunarefnin eru af ýmsum toga, svo sem ný landsskipulagsstefna, mismunandi nýting borgarrýma og skipulag á virkjunarsvæðum.

Málþingið verður haldið fimmtudaginn 7. nóvember  kl. 9-12 Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, Þjóðarbókhlöðunni, Arngrímsgötu 3.

Dagskrá

9:00-9:05 Setning  (Sverrir Örvar Sverrisson, formaður Skipulagsfræðingafélags Íslands

9:05-9:25  Landsskipulagsstefna Íslands 2013-2024  (Eva Dís Þórðardóttir, skipulagsfræðingur)

9:25-9:45 Húsnæðisstefna og litlar íbúðir (Egill Þórarinsson, skipulagsfræðingur)

9:45-10:05  Borgarbúskapur í fjölbýlisgörðum (Arnþór Tryggvason, MSc skipulagsfræði)

10:05 -10:30 Kaffi

10:30 – 10:50 Greining á umhverfi Hellisheiðarvirkjunar og skipulagstillaga    (Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir, MSc skipulagsfræði)

10:50 – 11:10 Göngugötur í miðbæjum (Eva Þrastardóttir, MSc skipulagsfræði)

11:10 – 11:30 Grjótaþorpið – Þorpið í borginni (Gunnar Ágússton og Íris Stefánsdóttir MSc nemar við LBHÍ)

11:30 – 12:00 Umræður

Skráning tilkynnist á netfangið skipulagsfraedi@gmail.com eða á facebook síðu félagsins eigi síðar en 6.nóvember.

Skráningargjald er 1000 kr. og greiðist með millifærslu á reikning Skipulagsfræðingafélags Íslands.
Kt. 670885-0629. Rnr. 513-26-9260. 
Félagsmenn SFFÍ greiða ekki skráningargjald.

PLANNORD 2013

Sjötta ráðstefna PLANNORD fer fram í Hörpu dagana 18. – 21. ágúst 2013. Yfirskrift ráðstefnunnar er að þessu sinni „Sjálfbærni og skipulag“ og er markmið hennar að skapa vettvang fyrir norrænt fræðafólk á sviði skipulagsmála til að skiptast á hugmyndum og læra af reynslu annarra. Skráningarfrestur er til 10.ágúst.

Dagskrá

Skráning
Hægt er að skrá sig á alla ráðstefnuna eða einstaka hluta hennar.
Gestamóttakan veitir frekari upplýsingar um skráningu og verð, sími: 551 1730, netfang:gestamottakan@gestamottakan.is
Vinsamlegast skráið ykkur á heimasíðu http://www.yourhost.is/nord-plan-2013/registration-form.html
Lesa meira

Vel sótt ráðstefna um sjálfbært byggðamynstur

Fortíðarhyggja eða framtíðarsýn- sjálfbært byggðamynstur í íslensku þéttbýli, var yfirskrift ráðstefnu sem Vistbyggðarráð og Skipulagsfræðingafélagið stóðu fyrir þann 16. maí síðastliðinn.  Ráðstefnan var afar vel sótt, enda viðfangsefnið spennandi og eitthvað sem snertir daglegt líf margra, eins og reyndar skipulagsmál almennt. Á ráðstefnunni var sérstaklega fjallað um vistvænt skipulag með áherslu á endurhönnun og þróun byggðar í þéttbýli. Undanfarin misseri hefur farið fram nokkur umræða um vistvænt skipulag eða öllu heldur ýmsa lykilþætti því tengdu s.s. samgöngur og þéttingu byggðar en afar mikilvægt er að huga að góðu samspili þessara þátta þegar gera á gott skipulag.

Meira um ráðstefnuna á heimasíðu Vistbyggðaráðs