Fortíðarhyggja eða framtíðarsýn. Sjálfbært byggðarmynstur í íslensku þéttbýli.

SFFÍ og Vistbyggðaráð standa fyrir ráðstefnu þann 16.maí næstkomandi.
Ráðstefnan ber yfirskriftina, Fortíðarhyggja eða framtíðarsýn. Sjálfbært byggðarmynstur í íslensku þéttbýli. Á ráðstefnunni verður sérstaklega fjallað um vistvænt skipulag með áherslu á endurhönnun og þróun byggðar í þéttbýli. Reynt verður að varpa ljósi á það hvað það er sem gerir skipulag vistvænt í íslensku samhengi og hvaða tækifæri felist í vistvænni þróun þéttbýlis.

Á ráðstefnunni verður m.a. leitast við að svara eftirfarandi spurningum:
Er vistvænt skipulag eitthvað öðruvísi en venjulegt skipulag?
Hvaða tækifæri felast í endurhönnun og þróun þéttbýlis þar sem síauknar áherslur er á umhverfisþætti í almennri skipulagsgerð?

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er sænski arkitektinn og borgarhönnuðurinn Klas Tham sem var einn af aðalhönnuðum og verkefnisstjóri BoO1 hverfisins í Malmö í Svíþjóð, vistvænu hverfi á endurgerðu hafnasvæði sem hlotið hefur athygli víða um heim.

Einnig mun Hjálmar Sveinsson fjalla um endurhönnun hafnarsvæðisins í Reykjavík. Guðrún Ingvarsdóttir arkitekt og verkefnisstjóri þróunarverkefna hjá Búseta mun kynna ýmis verkefni sem þau eru að vinna að og þá mun Salvör Jónsdóttir skipulagsfræingur fjalla um borgarbúskap á 21. öld. Einnig verður kynntur bæklingur sem starfshópur á vegum VBR hefur unnið tengslum við þróun viðmiða um vistvænt skipulag.

Skráning og dagskrá

Ráðstefna um skipulagsmál á norðurlöndum 19-21 ágúst 2013

Sjötta ráðstefna PLANNORD fer fram í Hörpu dagana 19. – 21. ágúst 2013. Yfirskrift ráðstefnunnar er að þessu sinni „Sjálfbærni og skipulag“ og er markmið hennar að skapa vettvang fyrir norrænt fræðafólk á sviði skipulagsmála til að skiptast á hugmyndum og læra af reynslu annara.

PLANNORD samstarfið var sett á laggirnar snemma á 21. öldinni þegar hópur fræðimanna á Norðurlöndum kom saman til að ræða um þær breytingar sem skipulagskerfi landanna voru að ganga í gegnum.  Þessi umræða leiddi til þess að haldin var ráðstefna í Noregi árið 2003 undir yfirskriftinni  „Nýir möguleikar og hlutverk“.

Síðan þá hefur verið haldin samnorræn  ráðstefna á tveggja ára fresti og var sú síðasta haldin árið 2011 í Álaborg í Danmörku. Það ár markaði einnig upphaf þátttöku Íslands í samstarfinu og var Ísland tilnefnt til þess að halda ráðstefnu árið 2013.

Undirbúningsnefnd  PLANNORD ráðstefnunnar á Íslandi 2013 hefur opnað heimasíðu  þar sem nálgast má frekari upplýsingar um ráðstefnunna.

6th Nordic Planning Research Symposium (PLANNORD) Scandinavian experiences of urban planning for sustainability

 

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Undirbúningsnefnd

Sigríður Kristjánsdóttir PhD. Lektor og námsbrautarstjóri MS náms í skipulagsfræði LbhÍ

 

Sverrir Örvar Sverrisson Formaður Skipulagsfræðingarfélags Íslands

Málþing um skipulag landnotkunar – samantekt

Miðvikudaginn 7. nóvember hélt Skipulagsfræðingfélag Íslands og Landbúnaðarháskóli Íslands opið málþing í Norræna húsinu um skipulag landnotkunar og landnýtingar á Íslandi. Á málþinginu voru þessi mál rædd með sérstöku tilliti til nýrrar Landsskipulagsstefnu.

Ágrip erinda má finna hér.

 

Þökkum við Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Vegagerðinni fyrir veittan stuðning til þess að gera málþingið að veruleika.
Lesa meira

Málþing um skipulag landnotkunar og landnýtingar á Íslandi

Skipulagsfræðingafélag Íslands og Skipulagsfræðideild Landbúnaðarháskóla Íslands halda opið málþing í Norræna húsinu miðvikudaginn 7.nóvember 2012 kl:13.00 – 17:00.

Dagskrá

Skráningargjald er 1000 kr. og millifærist á á reikning SFFI, Rn:513-26-9260, kt: 6708850629.

Skráningu lýkur á miðnætti 6.nóvember. Takmarkaður sætafjöldi.

Skráning

Sjálfbært borgarskipulag 27.apríl

Prófessor Donald Miller heldur opinn fyrirlestur í Norræna húsinu föstudaginn 27.apríl kl 12:00.
Fyrirlesturinn er í boði forseta Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Norræna hússins og Skipulagsfræðingafélags Íslands.

Donald Miller hefur um langt skeið rannsakað hvernig nýta má borgarskipulag til að auka lífsgæði og stuðla að sjálfbærni þéttbýlissvæða. Hann hefur einnig skoðað hvernig leggja má mat á réttlæti í tengslum við umhverfismál sem og þróun mælikvarða á sjálfbærni og hvernig nýta má þá við skipulag þéttbýlissvæða.
Í erindinu mun Donald Miller m.a. fjalla um notkun mælikvarða á sjálfbærni í verkefninu Sjálfbær Seattle og stefnu hins opinbera í Washingtonfylki um sjálfbæra þróun, einkum í tengslum við vöxt þéttbýlissvæða.
Fyrirlesturinn, sem fluttur verður á ensku og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Lesa meira