Til þess að mega nota starfsheitið skipulagsfræðingur þarf viðkomandi að fá löggildingu ráðherra skv. lögum 1996 nr.8 m.s.br.

Umsóknarferlið er á þann veg að umsækjandi sækir rafrænt umsóknareyðublað á vef atvinnuveg- og nýsköpunarráðuneytisins, fyllir það út og sendir ráðuneytinu ásamt viðeigandi fylgigögnum (hér má nálgast eyðublaðið). Ráðuneytið sendir þvínæst stjórn Skipulagfræðingafélags Íslands umsóknina til yfirferðar skv reglum nr 585/2012 um nám sem leiðir til fullnaðarmenntunar í skipulagsfræðum. Í reglunum kemur m.a. fram að:

Umsækjandi skal hafa lokið meistaraprófi í skipulagsfræði, sem veitir full starfsréttindi í því landi sem námi var lokið, að mati viðkomandi samtaka skipulagsfræðinga.

Umsækjandi skal leggja fram yfirlit yfir námsferil og frumrit af prófskírteinum eða staðfest ljósrit frá viðkomandi skóla.

Sú námsgráða getur ein verið grundvöllur löggildingar samkvæmt reglum þessum sem viðurkennd er sem slík af fagfélagi skipulagsfræðinga í því landi þar sem hennar var aflað. Staðfesting á viðurkenningu fagfélags í námslandi er á ábyrgð umsækjanda. Ef engin samtök skipulagsfræðinga eru í því landi sem námið var stundað leggur Skipulagsfræðingafélag Íslands mat á viðkomandi nám út frá matsgrunni félagsins. Til viðbótar skal horft til viðurkenndra erlendra samtaka um skipulagsfræðinám sem starfa á vegum European Council of Spatial Planners (ECTP) eða annarra álfusamtaka á sviði skipulagsfræða.

Hér má nálgast lista yfir skipulagsfræðinga á Íslandi: Skipulagsfræðingar með starfsleyfi á Íslandi

Hér má nálgast umsóknareyðublað til ráðuneytisis sem sér um löggildingu

Nám sem leiðir til fullnaðarmenntunar í skipulagsfræðum á Íslandi

Einn háskóli á Íslandi eru með námsbraut sem leiðir til M.S. gráðu í skipulagsfræðum.

Landbúnaðarháskóli Íslands kennir námsbraut í Skipulagsfræði. Hún er tveggja ára MS nám með sjálfbæra þróun og sköpun lífvænlegs umhverfis að leiðarljósi. Í námsbrautarlýsingu segir m.a.:

Lögð er áhersla á gagnrýna skipulagshugsun. Mikilvægt er að skipulagsfræðingar á Íslandi hafi aflað sér þekkingar á náttúrufari, veðurfari, samfélagi, hagkerfi, lagaumhverfi, tækni, menningu, fagurfræði, sögu landsins, byggðarþróun og innri gerð byggðar. Sjálfstætt rannsóknarverkefni vegur einn fjórða á móti skipulögðum námskeiðum.

Nánari upplýsingar hér.

Nám sem leiðir til fullnaðarmenntunar í skipulagsfræðum erlendis

Fjölmargir erlendir háskólar kenna námsbrautir í skipulagsfræði er leiða til M.S. gráðu í skipulagsfræði. Sem dæmi má nefna:

Álaborgarháskóla

Háskólann í Þrándheimi

KTH í Svíþjóð

McGill Háskóli í Quebec